Nýliðarnir hafa ekki haft ærna ástæðu til að fagna það sem af er leiktímabili, það er þangað til í gær. Í síðustu umferðinni fyrir jóla og HM frí þá tókst Lyngby að landa 2-0 sigri á útivelli gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Silkeborg.
Lyngby er vissulega enn langneðst í deildinni en sigurinn gefur liðinu aukna trú á verkefnið og hver veit nema endurkoma Alfreðs Finnbogasonar eftir áramót verði stökkpallurinn sem liðið þarf.
Freyr ákvað allavega eftir leik að gefa mönnum leyfi til að sletta aðeins úr klaufunum fyrst næsti deildarleikur er ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Hann ætlar sjálfur að leggja 1000 bjóra í púkkið.
„Njótið augnabliksins, förum svo í rútuna og heim. Ég kaupi svo þúsund Carlsberg-bjóra og þið getið haldið gott partí. Það er verðskuldað strákar,“ sagði Freyr við leikmenn sína inn í klefa en danska sjónvarpsstöðin TV3 var með myndavél í klefanum.
Så kom den sejr! Lyngby Football here we go #sldk #siflbk #SammenforLyngby pic.twitter.com/coxQ1hfCBE
— Pelle Lindegaard Bügel (@PellePjevs) November 12, 2022