Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2022 17:18 Úkraínskir hermenn að störfum í Kherson í vikunni. EPA/STANISLAV KOZLIUK Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan. Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Undanhaldinu virðist svo hafa lokið í nótt. Rússar segjast hafa flutt um þrjátíu þúsund hermenn og fimm þúsund farartæki af vesturbakkanum. Óljóst er hvort að Úkraínumenn hafi náð að blóðga Rússa á undanhaldinu en ljóst er að Rússar hörfuðu hraðar en búist var við. Sjá einnig: Pútín firrir sig ábyrgð á undanhaldinu Útlit er fyrir að Rússar hafi komist tiltölulega óskaddaðir frá vesturbakkanum þar sem þeir hafi hörfað hraðar en Úkraínumenn hafi sótt fram. Ef satt reynist, gæti það verið vegna þess að forsvarsmenn úkraínska hersins óttuðust að Rússar væru að reyna að leiða Úkraínumenn í gildru. Sjá einnig: „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Rússar eru sagðir mögulega enn með fótfestu á einum stað á vesturbakkanum en það er við Kakhovka stífluna en hún er í raun eini staðurinn þar sem enn er hægt að keyra yfir ána. Myndbönd af íbúum héraðsins og Kherson-borgar að taka á móti úkraínskum hermönnum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Amazing footage of the first Ukrainian troops reaching Kherson s main square. pic.twitter.com/XsTb8S81fD— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) November 11, 2022 Ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því að Rússari hafi komið jarðsprengjum og gildrum fyrir í Kherson. Í dag hafa þeir svo sagt að Rússar ætli líklega að gera árásir á borgina frá austurbakka Dnipro. Í frétt New York Times segir að þeir fáu íbúar sem hafi búið í Kherson eftir hernám Rússa hafi upplifað erfiða tíma. Hve erfiða muni koma betur í jós á næstu tímum en þegar hersveitir Rússa hafa hörfað frá öðrum svæðum í Úkraínu hafa grimmileg ódæði litið dagsins ljós. Íbúar í Kherson hafa sagt frá því að fólk hafi horfið, verið pyntað og myrt og að börnum hafi verið rænt til Rússlands. Þeir hafa tekið úkraínskum hermönnum vel í dag. This is how the Ukrainian army was greeted when entering Kherson City. Moments like this happened very rarely in history. Nobody will ever forget this. #Kherson #Ukraine pic.twitter.com/7Nbim8MHX9— (((Tendar))) (@Tendar) November 11, 2022 Sendu út uppgjafarleiðbeiningar Úkraínski herinn birti í dag færslur á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn sem enn eru í Kherson voru hvattir til þess að gefast upp. Þeir hafi verið yfirgefnir og yfirmenn þeirra hafi sagt þeim að klæða sig eins og óbreyttir borgarar og reyna að flýja. „Augljóslega getið þið það ekki,“ segir í færslunum. Þar segir að allar undankomuleiðir séu lokaðar og að ef þeir vilji ekki deyja, verði þeir að gefast upp. Þá er þeim hermönnum sem vilja gefast upp ráðlagt að hringja í sérstök símanúmer að senda skilaboð á samfélagsmiðlum. Geti þeir það ekki fylgja færslunum leiðbeiningar um hvernig best sé að gefast upp.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira