Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2022 15:30 Haris Seferovic og Granit Xhaka eru á sínum stað í svissneska hópnum sem kynntur var með skemmtilegu myndbandi í gær. Getty/Justin Setterfield Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram. Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg) HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira