Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2022 15:30 Haris Seferovic og Granit Xhaka eru á sínum stað í svissneska hópnum sem kynntur var með skemmtilegu myndbandi í gær. Getty/Justin Setterfield Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram. Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg) HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira