Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2022 15:30 Haris Seferovic og Granit Xhaka eru á sínum stað í svissneska hópnum sem kynntur var með skemmtilegu myndbandi í gær. Getty/Justin Setterfield Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram. Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg) HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira