Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2022 15:30 Haris Seferovic og Granit Xhaka eru á sínum stað í svissneska hópnum sem kynntur var með skemmtilegu myndbandi í gær. Getty/Justin Setterfield Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram. Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg) HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Víða hefur verið gagnrýnt og því mótmælt að heimsmeistaramótið fari fram í Katar, vegna þeirra víðtæku mannréttindabrota sem þar líðast. Þar á meðal er sú staðreynd að samkynhneigð er ólögleg. Þrátt fyrir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi gert tilraunir til að láta eins og að öll séu velkomin á HM í Katar þá rímar það ekki við til að mynda niðurstöðu norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, sem undir dulnefni höfðu samband við HM-hótelin í Katar og komust að því að samkynhneigt fólk væri alls ekki velkomið. Í vikunni lét svo sendiherra HM og fyrrverandi fótboltamaðurinn Khalid Salman hafa eftir sér að samkynhneigð væri bara „skemmd í huganum“ í viðtali við þýska miðilinn ZDF, áður en að fulltrúi úr skipulagsnefnd HM stöðvaði viðtalið snarlega. Áður hafði Salman sagt að samkynhneigðir mættu koma til Katar en að það væri samt bannað að vera samkynhneigður og að fólk yrði að fara eftir reglum landsins. Ætla má að það sé engin tilviljun að í kynningu Svisslendinga á leikmannahópi sínum megi sjá samkynhneigt par leiðast, í ljósi þess hve illa það er séð í landi gestgjafa HM, en kynninguna á hópnum má sjá hér að neðan. What Switzerland and our National Team are all about @fifaworldcup #squad #aufgebot #sélection #convocazione#natimiteuch #lanatiavecvous #lanaticonvoi pic.twitter.com/mIyjUcHxjz— Nati (@nati_sfv_asf) November 9, 2022 Sviss leikur í G-riðli á HM ásamt Brasilíu, Serbíu og Kamerún, og er fyrsti leikur liðsins gegn Kamerún 24. nóvember. Stærstu stjörnurnar í svissneska hópnum eru sem fyrr Granit Xhaka úr Arsenal og Xherdan Shaqiri sem nú leikur með Chicago Fire en var áður hjá Liverpool. Manuel Akanji og Fabian Schar, leikmenn Manchester City og Newcastle, eru á meðal varnarmannanna í hópnum. HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM-hópur Sviss Markmenn: Gregor Kobel (Borussia Dortmund), Philipp Kohn (Red Bull Salzburg), Jonas Omlin (Montpellier), Yann Sommer (Borussia Monchengladbach) Varnarmenn: Manuel Akanji (Manchester City), Eray Comert (Valencia), Nico Elvedi (Borussia Monchengladbach), Ricardo Rodriguez (Torino), Fabian Schar (Newcastle United), Sylvan Widmer (Mainz 05) Miðjumenn: Michel Aebischer (Bologna), Edimilson Fernandes (Mainz 05), Fabian Frei (Basel), Remo Freuler (Nottingham Forest), Ardon Jashari (Luzern), Noah Okafor (Red Bull Salzburg), Fabian Rieder (Young Boys), Xherdan Shaqiri (Chicago Fire), Djibril Sow (Eintracht Frankfurt), Renato Steffen (Lugano), Granit Xhaka (Arsenal), Denis Zakaria (Chelsea) Sóknarmenn: Breel Embolo (Monaco), Christian Fassnacht (Young Boys), Haris Seferovic (Galatasaray), Reuben Vargas (FC Augsburg)
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira