Innlent

Fíkni­efna­leitar­hundurinn Buster tekur við á Vest­fjörðum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Buster og Tindur ásamt umsjónarmönnum sínum Marín og Þóri.
Buster og Tindur ásamt umsjónarmönnum sínum Marín og Þóri. Facebook/Lögreglan á Vestfjörðum, Vísir/Vilhelm

Nýr fíkniefnaleitarhundur, sem nefndur er Buster, hefur verið afhentur lögreglunni á Vestfjörðum. Buster tekur við af fíkniefnaleitarhundinum Tindi sem lýkur starfsskyldu sinni á næsta ári.

Tindur hefur sinnt starfinu hjá lögreglunni á Vestfjörðum um nokkurt skeið en er nú kominn á sín efri ár. Þetta kemur fram í Facebook færslu frá lögreglunni.

Marín Elvarsdóttir, settur varðstjóri lögreglunnar á Vestfjörðum tók við Buster en hún og Þórir Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður verða umsjónarmenn hans.

Buster var afhentur lögreglunni á Vestfjörðum af Steinari Gunnarssyni lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra eftir mikla þjálfunarvinnu.

„Við væntum mikils af Buster og trúum því að hann muni standa sig jafnvel og Tindur hefur gert,“ skrifar embættið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×