Biden segir tvö hræðileg ár framundan gangi spár eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 20:59 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er með dökka framtíðarsýn gangi spár eftir fyrir þingkosningarnar þar í landi. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki mjög spenntur fyrir næstu tveimur árum gangi spár fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar eru í dag eftir. Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent