Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:45 Kaczynski er sjálfur barnlaus. epa/Adam Warzawa Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna. Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar. Pólland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar.
Pólland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent