Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:45 Kaczynski er sjálfur barnlaus. epa/Adam Warzawa Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna. Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar. Pólland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar.
Pólland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira