„Ég fæddist hér og ég mun deyja hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:01 Tilfinningarnar báru Piqué ofurliði. David S. Bustamante/Getty Images Gerard Piqué lék í gær sinn síðasta leik á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Hann bar fyrirliðabandið í 2-0 sigri Barcelona á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir sigurinn, sem lyfti liðinu upp á topp deildarinnar, hélt Piqué tilfinningaþrungna ræðu. Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Piqué greindi frá því í liðinni viku að hann hygðist leggja skóna á hilluna og leikurinn í gær, laugardag, yrði hans síðasti á mögnuðum ferli. Miðvörðurinn hefur verið inn og út úr liðinu hjá Barcelona en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Fyrr á þessu ári var skilnaður hans við söngkonuna Shakiru staðfestur en hún hefur staðið í málaferlum undanfarið vegna vangoldinna skatta. Á sama tíma og samband þeirra hjóna fór á hliðina fór samband Barcelona að dala. Piqué var mikið gagnrýndur fyrir að vera virkur í skemmtanalífi Barcelona á sama tíma og félagið gat ekki neitt. Sjá einnig: Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Þegar í ljós kom að hann væri ekki að fara á HM með spænska landsliðinu virðist hann hafa tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna, þó svo að tímabilið sé í fullum gangi og Börsungar í bullandi titilbaráttu. „Fyrst og fremst vil ég bara segja takk. Við liðsfélaga mína, starfsfólkið, fólkið í félaginu og félagið sjálft. Til allra sem hafa hjálpað okkur að gera líf okkar auðveldara,“ sagði Piqué fyrir framan tugir þúsunda á Spotify Nývangi, heimavelli Barcelona, á laugardalskvöld. Pique went through all the emotions after the final game of his career pic.twitter.com/xIr4YrOZOu— ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2022 „Þegar maður verður eldri þá áttar maður sig á að stundum er ást einfaldlega að sleppa takinu. Ég er handviss um að ég muni snúa aftur í framtíðinni.“ „Eftir samband sem innihélt svo mikla ást, svo mikla ástríðu þá er ég viss um að nú sér rétti tíminn til að stíga til hliðar. Gefa hvort öðru smá andrúm en ég er viss um að ég muni snúa aftur. Ég fæddist hér og mun deyja hér,“ sagði Piqué að endingu á meðan stuðningsfólk félagsins gaf til kynna að það vildi fá hann sem forseta félagsins þegar fram líða stundir. Það hefur verið ýjað að því að Piqué – sem virðist nokkuð fær þegar kemur að viðskiptum og peningum – gæti tekið sæti í stjórn félagsins. Hann virðist allavega ekki hafa áhuga á að fara út í þjálfun. Hinn 35 ára gamli Piqué var vægast sagt sigursæll á sínum ferli. Eftir stutt stopp hjá Manchester United, og á láni hjá Real Zaragoza, þá sneri hann aftur til Katalóníu og varð goðsögn bæði hjá Barcelona og með spænska landsliðinu. Hann varð heimsmeistari árið 2010 með Spáni og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hjá Man United var hann hluti af liði sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu vorið 2008 þó hann hafi aðallega verið varaskeifa. Með Barcelona varð hann átta sinnum spænskur meistari, sjö sinnum spænskur bikarmeistari og Evrópumeistari þrisvar sinnum. Einnig vann hann spænska ofurbikarinn sex sinnum, Ofurbikar Evrópu þrisvar og HM félagsliða þrisvar einnig. Gerard Piqué og Cesc Fábregas unnu nokkra titlana saman.AFP
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti