„Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 09:46 Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu vaktina í hjarta varnar Íslands á EM síðasta sumar. Nú mætast þær hins vegar í Meistaradeild Evrópu. Tullio M. Puglia/Getty Images Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00