Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 22:00 Napoli eru óstöðvandi heima fyrir. DeFodi Images/Getty Images Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira