Lögin ekki vandamálið heldur framkvæmdin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 20:00 Arndís Anna segir lögreglu þegar hafa gengið mjög harkalega fram í aðgerðum sínum í vikunni. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög. Aðgerð lögreglu fyrr í vikunni, þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hluti hópsins fannst ekki í aðgerðunum en fimmtán voru sendir með flugvél í gærmorgun til Grikklands. Í þeim hópi var fatlaður maður, líkt og mikið hefur verið fjallað um, en brottflutningur hans hefur vakið sérstaklega mikla reiði. Breið sátt um útlendingalögin Forsætisráðherra segir mögulega þurfa að breyta lögunum en um það hafi ekki komið margar tillögur. „Mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um [lögin] enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Að hennar mati væru það ekki endilega lögin sem væru vandamálið heldur framkvæmdin. Dómsmálaráðherra stefnir á að nýtt útlendingafrumvarp nái fram að ganga í þinginu fyrir jól. „Það er að ákveðnu leiti skondið að sjá ráðherra ríkisstjórnarinnar tala um þetta núna þar sem þau hafa gengið dálítið hart fram í að koma inn á þingið lagafrumvarpi til að breyta þessum lögum,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Harkan í takt við tal ríkisstjórnarinnar Lögin skikki stjórnvöld ekki til harkalegra aðgerða og því þurfi að breyta framkvæmdinni. „Lögin skikka sjtórnvöld ekki með neinum hætti til að flytja fólk í þessari stöðu úr landi, eða flytja nokkurn mann til Grikklands, né heldur að koma svona fram við fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Margt bendi til að endurupptökubeiðnir allra í þessum hópi fólks beri árangur. „Þetta er ekki eðlilegt á nokkurn hátt en sérstaklega óeðlilegt í þessum málum vegna þess að þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið mjög gagnrýnd. Þessar niðurstöður kærunefndar hafa verið gagnrýndar og eitt dómsmál er þegar unnið þannig að það er svo margt sem bendir til að þessar endurupptökubeiðnir muni bera árangur og að þessi dómsmál muni vinnast.“ Aðgerðir lögreglu fyrr í vikunni séu ekki réttlætanlegar. „Þetta er meiri harka en við höfum séð. Harkan er að aukast og er samt svolítið í takt við það hvernig ríkisstjórnin hefur verið að tala.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Aðgerð lögreglu fyrr í vikunni, þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hluti hópsins fannst ekki í aðgerðunum en fimmtán voru sendir með flugvél í gærmorgun til Grikklands. Í þeim hópi var fatlaður maður, líkt og mikið hefur verið fjallað um, en brottflutningur hans hefur vakið sérstaklega mikla reiði. Breið sátt um útlendingalögin Forsætisráðherra segir mögulega þurfa að breyta lögunum en um það hafi ekki komið margar tillögur. „Mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um [lögin] enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Að hennar mati væru það ekki endilega lögin sem væru vandamálið heldur framkvæmdin. Dómsmálaráðherra stefnir á að nýtt útlendingafrumvarp nái fram að ganga í þinginu fyrir jól. „Það er að ákveðnu leiti skondið að sjá ráðherra ríkisstjórnarinnar tala um þetta núna þar sem þau hafa gengið dálítið hart fram í að koma inn á þingið lagafrumvarpi til að breyta þessum lögum,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Harkan í takt við tal ríkisstjórnarinnar Lögin skikki stjórnvöld ekki til harkalegra aðgerða og því þurfi að breyta framkvæmdinni. „Lögin skikka sjtórnvöld ekki með neinum hætti til að flytja fólk í þessari stöðu úr landi, eða flytja nokkurn mann til Grikklands, né heldur að koma svona fram við fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Margt bendi til að endurupptökubeiðnir allra í þessum hópi fólks beri árangur. „Þetta er ekki eðlilegt á nokkurn hátt en sérstaklega óeðlilegt í þessum málum vegna þess að þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið mjög gagnrýnd. Þessar niðurstöður kærunefndar hafa verið gagnrýndar og eitt dómsmál er þegar unnið þannig að það er svo margt sem bendir til að þessar endurupptökubeiðnir muni bera árangur og að þessi dómsmál muni vinnast.“ Aðgerðir lögreglu fyrr í vikunni séu ekki réttlætanlegar. „Þetta er meiri harka en við höfum séð. Harkan er að aukast og er samt svolítið í takt við það hvernig ríkisstjórnin hefur verið að tala.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33
Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46