Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 13:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Stöð 2 Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. „Það hafa ekki komið fram margar tillögur um hvernig nákvæmlega við viljum breyta þessum lögum sem mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um. Enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu. En framkvæmdin er iðulega gagnrýnd og það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ segir Katrín. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum var rætt um aðgerð lögreglunnar fyrr í vikunni þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél í gærmorgun. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir til Grikklands. Í hópi þeirra sem var fluttur til Grikklands var fatlaður maður líkt og mikið hefur fjallað um. Sjá má viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Jón lagði fram nánari upplýsingar um aðgerðina Katrín segir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi á ríkisstjórnarfundinum í morgun lagt fram aðeins nánari upplýsingar um umræddan brottflutning – hver voru flutt, hver aðdragandinn hafi verið og fleira. „Og ennfremur sérstaklega varðandi málefni þessa fatlaða manns. Það liggur fyrir að við þurfum að skoða það nánar, bæði hvað varðar þessa framkvæmd á flutningi og sömuleiðis samskipti við réttargæslumann.“ Forsætisráðherra segir að hún hafi beðið dómsmálaráðherra að koma með upplýsingarnar á ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég tel mjög mikilvægt að við förum yfir þessa framkvæmd og lærum af þessari framkvæmd. Á meðan við erum með lagaramma sem gerir ráð fyrir að ekki öll sem hingað koma fái jákvætt svar við sínum umleitendum og þar af leiðandi yfirgefi landið, þá þurfum við að tryggja að þessi framkvæmd – sem er flókin og ég vil ítreka það að ég skil mæta vel að verkefni lögreglunnar er flókið – en við þurfum að meta þessa framkvæmd og sjá hvort hægt er að læra af henni,“ segir Katrín. Útlendingastofnunar að leggja mat á persónulegar aðstæður Aðspurð hvort það eigi ekki að horfa til persónulegra aðstæðna einstaklinga í þessum málum segir Katrín að það sé einmitt verkefni Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Það sé þeirra hlutverk að leggja mat á einstaklingsbundnar aðstæður hvers og eins. „Það er ekki hlutverk stjórnmálamannanna að fara yfir þau mál og leggja mat á þau. Við bjuggum til þetta kerfi til þessa að tryggja það – eins og kemur mjög skýrt fram í lögum um útlendinga frá árinu 2016 – að hver og einn fái réttláta málsmeðferð. Nú liggur það fyrir að málum þessara einstaklinga er lokið á stjórnsýslustigi. Einhver hafa óskað eftir endurupptöku, önnur bíða eftir meðferð dómstóla. Þær beiðnir fresta ekki réttaráhrifum samkvæmt þessum lögum. Mögulega er nauðsynlegt að breyta lögunum. Það hafa þó ekki komið fram margar tillögur um hvernig nákvæmlega við viljum breyta þessum lögum sem mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um. Enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu. En framkvæmdin er iðulega gagnrýnd og það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Ungliðahreyfing VG gagnrýnir þingmenn sína Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. 4. nóvember 2022 09:44 „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
„Það hafa ekki komið fram margar tillögur um hvernig nákvæmlega við viljum breyta þessum lögum sem mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um. Enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu. En framkvæmdin er iðulega gagnrýnd og það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ segir Katrín. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Á fundinum var rætt um aðgerð lögreglunnar fyrr í vikunni þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél í gærmorgun. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir til Grikklands. Í hópi þeirra sem var fluttur til Grikklands var fatlaður maður líkt og mikið hefur fjallað um. Sjá má viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Jón lagði fram nánari upplýsingar um aðgerðina Katrín segir að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi á ríkisstjórnarfundinum í morgun lagt fram aðeins nánari upplýsingar um umræddan brottflutning – hver voru flutt, hver aðdragandinn hafi verið og fleira. „Og ennfremur sérstaklega varðandi málefni þessa fatlaða manns. Það liggur fyrir að við þurfum að skoða það nánar, bæði hvað varðar þessa framkvæmd á flutningi og sömuleiðis samskipti við réttargæslumann.“ Forsætisráðherra segir að hún hafi beðið dómsmálaráðherra að koma með upplýsingarnar á ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég tel mjög mikilvægt að við förum yfir þessa framkvæmd og lærum af þessari framkvæmd. Á meðan við erum með lagaramma sem gerir ráð fyrir að ekki öll sem hingað koma fái jákvætt svar við sínum umleitendum og þar af leiðandi yfirgefi landið, þá þurfum við að tryggja að þessi framkvæmd – sem er flókin og ég vil ítreka það að ég skil mæta vel að verkefni lögreglunnar er flókið – en við þurfum að meta þessa framkvæmd og sjá hvort hægt er að læra af henni,“ segir Katrín. Útlendingastofnunar að leggja mat á persónulegar aðstæður Aðspurð hvort það eigi ekki að horfa til persónulegra aðstæðna einstaklinga í þessum málum segir Katrín að það sé einmitt verkefni Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Það sé þeirra hlutverk að leggja mat á einstaklingsbundnar aðstæður hvers og eins. „Það er ekki hlutverk stjórnmálamannanna að fara yfir þau mál og leggja mat á þau. Við bjuggum til þetta kerfi til þessa að tryggja það – eins og kemur mjög skýrt fram í lögum um útlendinga frá árinu 2016 – að hver og einn fái réttláta málsmeðferð. Nú liggur það fyrir að málum þessara einstaklinga er lokið á stjórnsýslustigi. Einhver hafa óskað eftir endurupptöku, önnur bíða eftir meðferð dómstóla. Þær beiðnir fresta ekki réttaráhrifum samkvæmt þessum lögum. Mögulega er nauðsynlegt að breyta lögunum. Það hafa þó ekki komið fram margar tillögur um hvernig nákvæmlega við viljum breyta þessum lögum sem mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um. Enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu. En framkvæmdin er iðulega gagnrýnd og það er eitthvað sem við þurfum að skoða.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Ungliðahreyfing VG gagnrýnir þingmenn sína Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. 4. nóvember 2022 09:44 „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Ungliðahreyfing VG gagnrýnir þingmenn sína Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. 4. nóvember 2022 09:44
„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44