Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:01 Aron Einar Gunnarsson leikur sennilega sinn hundraðasta A-landsleik gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Getty/Robbie Jay Barratt Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember. Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Leik Lokið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Sjá meira
Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember.
Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Leik Lokið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Sjá meira