Íslenski boltinn

Mörkunum hefur ekki fjölgað svona mikið milli ára í heil 64 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson fagnar fjórtánda marki sínu í sumar og 66. marki Breiðabliks.
Ísak Snær Þorvaldsson fagnar fjórtánda marki sínu í sumar og 66. marki Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét

Bestu deild karla lauk um helgina en lokaumferðin fór öll fram á laugardaginn. Það var mikið skorað í þessari fyrstu deildarkeppni með 27 leiki á lið.

Menn mega hafa alls konar skoðanir á breyttu leikjafyrirkomulagi í efstu deild karla í fótbolta en það er í það minnsta ekki hægt að kvarta yfir markaleysi í fyrstu Bestu deildinni í sumar.

Alls voru skoruð 570 mörk í 162 leikjum í deildinni í ár eða 3,52 mörk að meðaltali í leik. Það hafa ekki verið skoruð svona mörk mörk að meðaltali í efstu deild í 29 ár eða síðan sumarið 1993.

Flest mörk frá 1993

Sumarið 1993 voru skoruð 328 mörk í 90 leikjum eða 3,64 mörk að meðaltali í leik. Frá því tímabili hafði mest verið skoruð 3,42 mörk í leik þar til í sumar en það var sumarið 2009.

 • Mesta stökk í markaskorun milli tímabila frá 1959:
 • +0,69 mörk í leik - frá 2021 til 2022
 • +0,60 mörk í leik - frá 1992 til 1993
 • +0,50 mörk í leik - frá 1984 til 1985
 • +0,50 mörk í leik - frá 1975 til 1976
 • +0,41 mörk í leik - frá 1994 til 1995
 • +0,40 mörk í leik - frá 1962 til 1963--

Sumarið í ár skipar nú níunda sæti yfir flest mörk að meðaltali í leik síðan að tvöföld umferð var tekin upp í deildinni sumarið 1959. Metárin eru 1960 og 1959 sem eru einu árin með meira en fjögur mörk skoruð í leik.

Það sem er samt líklega sögulegast við þessa mikla fjölda af mörkum er að það voru skoruð 0,69 fleiri mörk í leik í ár heldur en í fyrra.

Þurfum að fara aftur til 1958

Þetta er mesta stökk í markaskorun í efstu deild í meira en sex áratugi eða síðan að mörkunum fjölgaði um 1,3 mörk í leik frá 1957 til 1958.

Tímabilið 1958 spiluðu liðin aðeins fimm leiki á tímabilinu sem þýðir jafnframt að síðan að tekin var upp tvöföld umferð sumarið 1959 hefur mörkunum aldrei fjölgað svo mikið milli sumra. Þetta er því mesta stökk í markaskorun í sögunni frá því að liðin fóru að spila bæði heima og úti.

 • Flest mörk í leik á 21. öldinni:
 • 3,52 mörk í leik - 2022
 • 3,42 mörk í leik - 2009
 • 3,33 mörk í leik - 2010
 • 3,22 mörk í leik - 2012
 • 3,12 mörk í leik - 2019
 • 3,12 mörk í leik - 2013
 • 3,12 mörk í leik - 2008
 • --
 • Flest mörk í leik á tímabili frá 1959 (síðan tvöföld umferð var tekin upp):
 • 1. 1960 (4,87)
 • 2. 1959 (4,50)
 • 3. 1964 (3,90)
 • 4. 1963 (3,80)
 • 5. 1961 (3,70)
 • 6. 1993 (3,64)
 • 7. 1965 (3,57)
 • 8. 1973 (3,55)
 • 9. 2022 (3,52)
 • 10. 1971 (3,48)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.