Fótbolti

Eftir vafa­samar styttur síðustu ár þá er nýja Mara­dona styttan nær full­komin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýja styttan af Diego Armando Maradona þar sem sést að hún er með gullin vinstri fót.
Nýja styttan af Diego Armando Maradona þar sem sést að hún er með gullin vinstri fót. EPA-EFE/CIRO FUSCO

Knattspyrnugoðið Diego Maradona hefði haldið upp á 62 ára afmælið sitt um helgina ef hann hefði lifað. Napoli heiðraði minningu hans með því að frumsýna nýja styttu af kappanum.

Maradona spilaði með Napoli á árunum 1984 til 1991 og liðið varð að stórveldi eftir komu hans.

Napoli vann tvo Ítalíumeistaratitla, einn bikar og varð einnig Evrópumeistari félagsliða. Maradona skoraði 115 mörk fyrir félagið þar af 81 þeirra í Seríu A. Maradona var líka leikmaður félagsins þegar hann varð heimsmeistari með Argentínu 1986 og komst aftur í úrslitaleik HM fjórum árum seinna.

Maradona komst fljótt í guðatölu í Napoliborg og víða um borgina má finna veggmyndir af honum í dag.

Nú er hann líka gerður ódauðlegur i nýrri glæsilegri styttu.

Margar styttur af knattspyrnuköppum hafa fengið á sig mikla gagnrýni enda oft ekki mikil líkindi milli þeirra og mannanna sem þær eiga að heiðra.

Það er aftur á móti óhætt að segja að styttan af Maradona sé mjög vel heppnuð.

Maradona er þar í essinu sínu, á fullri ferð með boltann á lærinu. Það sem vekur líka sérstaka athygli er að vinstri fóturinn hans er gerður úr gulli.

Vinstri fóturinn var náttúrulega þar sem snilldin átti heima þegar kom að leikmanninum Diego Armando Maradona.

Það fylgir reyndar sögunni að þetta er ekki fyrsta styttan af Maradona á vellinum því þessi bætist í hópinn með þeirri sem var gerði eftir að Maradona lést árið 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.