Fótbolti

Messías skoraði en meistararnir töpuðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Messías skoraði mark AC Milan í kvöld en það taldi því miður jafn mikið og önnur mörk sem þýddi að Milan tapaði 2-1.
Messías skoraði mark AC Milan í kvöld en það taldi því miður jafn mikið og önnur mörk sem þýddi að Milan tapaði 2-1. Stefano Guidi/Getty Images

AC Milan tapaði óvænt 2-1 á útivelli fyrir Torino í lokaleik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Tvö mörk á aðeins þremur mínútum komu Torino í frábæra stöðu og lögðu grunninn að sigri kvöldsins. Koffi Djidji gerði fyrra markið og Aleksey Miranchuk það síðara. Staðan 2-0 í hálfleik og meistararnir í brattri brekku.

Junior Messias minnkaði muninn fyrir AC Milan á 67. mínútu en gestunum tókst ekki að jafna metin og töpuðu leiknum á endanum 2-1.

Milan er áfram í 3. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 12 leiki en Torino fer með sigrinum upp í 9. sæti með 17 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.