Erlent

Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkja­vöku­fögnuði í Seúl

Árni Sæberg og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa
Mikill fjöldi viðbragðsaðila er að störfum á vettvangi.
Mikill fjöldi viðbragðsaðila er að störfum á vettvangi. EPA-EFE/YONHAP

Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp.

Á myndum og myndskeiðum frá vettvangi má þó sjá þónokkurn fjölda líkpoka á götum úti.

Troðningurinn varð í Itaewon-hverfi Seúl en það er helsta næturlífshverfi borgarinnar. Í dag var mikill fjöldi skemmtanaþyrstra kominn saman í hverfinu til þess að halda upp á hrekkjavökuna. Rétt er að taka fram að í Seúl er komin aðfaranótt sunnudags.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið voru neyðarskilaboð send á alla íbúa Yongsan-svæðisins í Seúl og þeir beðnir um að halda sig innandyra. 

Um það bil hundrað þúsund manns eru sagðir hafa verið á götum úti á svæðinu en þetta er fyrsta hrekkjavökuhátíðin síðan kórónuveirufaraldurinn hófst þar sem ekki hefur verið þörf á að bera andlitsgrímur. 

Hér að neðan má sjá myndefni af vettvangi. Varað er við innihaldi myndbandsins. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.