Neanderdalsfjölskylda finnst í fyrsta sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. október 2022 14:00 Þrettán Neanderdalsmenn fundust í Síberíu. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Mike Kemp Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins. Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum. Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum.
Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38
Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34