Pakkaferð fyrir erlenda ferðamenn
Til þess að komast á tónleikana þarf að fjárfesta í fjögurra daga pakkaferð til Íslands sem er markaðsett fyrir erlenda gesti. Ódýrasti miðinn í pakkaferðina er á rúmar 460 þúsund krónur en sá dýrasti á rúma milljón. Þar er innifalið, ásamt tónleikunum sjálfum: Gisting á Grand hóteli, ferð um gullna hringinn, aðgangur að Sky Lagoon og miði í Fly Over Iceland.
Söngvarinn tilkynnti tíðindin á Youtube í gær. Þar segist hann hafa viljað snúa aftur til Reykjavíkur við tækifæri og nú sé komið að því.
Dr. Gunni vill ekki pakkaferð
Íslenski tónlistarmaðurinn Dr. Gunni virðist vera spenntur fyrir Elvis og skyldi eftir ósk undir tilkynningu söngvarans á Youtube: „Kæri herra MacManus, þetta er virkilega leiðinlegt fyrir íslenska aðdáendur þína, sem þurfa ekki „pakkaferð“ þar sem þeir búa nú þegar hér. Þess vegna ættir þú að íhuga „venjulega" tónleika fyrir heimamenn. Gangi þér vel!“