Elvis syngur í Hörpunni 17. apríl 2011 13:00 Einar Bárðarson ásamt Elvis Costello og Díönu Krall á góðri stundu árið 2003 þegar Krall hélt tónleika í Laugardalshöll. Einar hefur nú innreið sína aftur á tónleikamarkaðinn með enska listamanninum í Hörpunni 21. nóvember. Bandaríski tónlistamaðurinn Elvis Costello heldur tónleika í Hörpunni hinn 21. nóvember næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Costello kemur til Íslands en aftur á móti fyrstu tónleikarnir hans; hann kom hingað til lands og hlýddi á tónleika eiginkonu sinnar, Diönu Krall, árið 2003. Elvis Costello verður einn á sviði og hyggst flytja öll sín bestu lög auk þess sem áhugasamir geta farið inn á heimasíðu hans, elviscostello.com, og beðið um óskalög. „Það hefur lengi verið draumur hjá mér að flytja hann inn, alveg síðan 2003 þegar hann kom hingað með Krall,“ segir Einar Bárðarson, sem snýr nú aftur í hlutverk tónleikahaldara eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég fór og sótti hann út á flugvöll þegar hann kom hingað á sínum tíma og ég man eftir því að við spjölluðum heilmikið um Tony Bennett, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég er mikill Costello-aðdáendi, hef fylgst með honum síðan ég var smápatti,“ segir Einar. Þetta eru fjórðu tónleikarnir sem tilkynnt er um í Hörpunni með erlendum dægurtónlistarmönnum. Fyrstur reið á vaðið Jamie Cullum, svo kom Cindi Lauper, Afro Cubism og loks Elvis. „Ég fór og skoðaði Hörpuna í vikunni og get fullyrt að þetta er fyllilega á pari við það sem gengur og gerist úti í heimi, það er náttúrulega bara ótrúlegt að svona hús skuli vera komið til að vera. Menn geta rifist endalaust um kostnaðinn en Harpan, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, á eftir að standa þarna næstu hundrað árin.“ Síðustu tónleikarnir sem Einar kom að voru Bob Dylan og James Blunt en síðan hvarf hann af sjónarsviðinu og hóf rekstur útvarpsstöðvarinnar Kanans. Hann segist kannski ekki alveg vera kominn á fulla ferð á ný en landslagið sé vissulega breytt, fólk fari ekki lengur tvisvar til útlanda á ári og leiti því að afþreyingunni innanlands. „En maður þarf að fara varlega af stað og velja réttu listamennina. Á meðan fólk kaupir miða og gleðst saman er aldrei að vita,“ segir Einar og tekur fram að dýrustu miðarnir verði sennilega í kringum tíu þúsund krónur. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Bandaríski tónlistamaðurinn Elvis Costello heldur tónleika í Hörpunni hinn 21. nóvember næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Costello kemur til Íslands en aftur á móti fyrstu tónleikarnir hans; hann kom hingað til lands og hlýddi á tónleika eiginkonu sinnar, Diönu Krall, árið 2003. Elvis Costello verður einn á sviði og hyggst flytja öll sín bestu lög auk þess sem áhugasamir geta farið inn á heimasíðu hans, elviscostello.com, og beðið um óskalög. „Það hefur lengi verið draumur hjá mér að flytja hann inn, alveg síðan 2003 þegar hann kom hingað með Krall,“ segir Einar Bárðarson, sem snýr nú aftur í hlutverk tónleikahaldara eftir fjögurra ára fjarveru. „Ég fór og sótti hann út á flugvöll þegar hann kom hingað á sínum tíma og ég man eftir því að við spjölluðum heilmikið um Tony Bennett, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég er mikill Costello-aðdáendi, hef fylgst með honum síðan ég var smápatti,“ segir Einar. Þetta eru fjórðu tónleikarnir sem tilkynnt er um í Hörpunni með erlendum dægurtónlistarmönnum. Fyrstur reið á vaðið Jamie Cullum, svo kom Cindi Lauper, Afro Cubism og loks Elvis. „Ég fór og skoðaði Hörpuna í vikunni og get fullyrt að þetta er fyllilega á pari við það sem gengur og gerist úti í heimi, það er náttúrulega bara ótrúlegt að svona hús skuli vera komið til að vera. Menn geta rifist endalaust um kostnaðinn en Harpan, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, á eftir að standa þarna næstu hundrað árin.“ Síðustu tónleikarnir sem Einar kom að voru Bob Dylan og James Blunt en síðan hvarf hann af sjónarsviðinu og hóf rekstur útvarpsstöðvarinnar Kanans. Hann segist kannski ekki alveg vera kominn á fulla ferð á ný en landslagið sé vissulega breytt, fólk fari ekki lengur tvisvar til útlanda á ári og leiti því að afþreyingunni innanlands. „En maður þarf að fara varlega af stað og velja réttu listamennina. Á meðan fólk kaupir miða og gleðst saman er aldrei að vita,“ segir Einar og tekur fram að dýrustu miðarnir verði sennilega í kringum tíu þúsund krónur. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira