Innlent

Tónleikum Costello í Hörpu frestað

Elvis Costello
Elvis Costello
Fyrirhuguðum tónleikum Elvis Costello í Hörpu hefur verið frestað. Tónleikarnir áttu að fara fram mánudaginn 21. nóvember.

Ástæða frestunarinnar eru alvarleg veikindi föður Costello og ætlar tónlistarmaðurinn því að fara til Englands og vera við hlið hans.

Fjölda annarra tónleika Costello hefur verið frestað vegna þessa, þar á meðal í Stokkhólmi, Malmö og Brussel.

Í tilkynningu frá Concert segir að fullur vilji sé til að halda tónleikana snemma á næsta ári.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×