Lífið

Elvis keypti JS úr á Laugaveginum

Elvis Costello og Gilbert á góðri stundu.
Elvis Costello og Gilbert á góðri stundu.
Elvis Costello var á röltinu ásamt eiginkonu sinni Diane Krall í miðbænum í gær þegar hann stoppaði við á úrsmíðaverkstæði Gilberts og hitti þar fyrir Gilbert sjálfan sem sýndi honum íslensku JS úrin.

Elvis Costello endaði á því að falla fyrir úri með skífu framleiddri úr eldfjallaösku úr eldgosinu í Eyjafjallajökli en það úr heitir Frisland Goð.

Elvis Costello er nú búinn að bætast í ört stækkandi hóp frægra einstaklinga sem eiga úr frá JS Watch co. Reykjavik, en á meðal þeirra sem eiga nú þegar íslensk úr má nefna fræg nöfn eins og Quentin Tarantino, Jude Law, Viggo Mortensen, Yoko Ono og Dalai Lama.

Elvis var mjög almennilegur og stoppaði í dágóðan tíma og spjallaði um daginn og veginn, en á meðan var eiginkona hans stödd í Kron Kron, en Elvis Costello hafði á orði að hún héldi ekki vatni yfir vörunum þeirra.

Seinna um daginn mætti svo Elvis aftur í verslunina sérstaklega til að kynna Gilbert fyrir eiginkonu sinni Diane Krall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×