Býður sig fram gegn Kjartani Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2022 09:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson. Aðsend Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag. Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kjartan Valgarðsson gegnir nú stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og sækist hann eftir endurkjöri. Í tilkynningu frá Guðmundi segir að hann sé 34 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og á með henni þrjú börn. „Ég hef setið sem bæjarfulltrúi síðan árið 2014 og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2018. Ég starfaði í félagsmiðstöðvageiranum árin 2008-2020 þar sem ég lagði megináherslu á ungmennalýðræði og þátttöku ungs fólks í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Ég starfa nú sem sérfræðingur á mennta- og menningarsviði Rannís, ég sit í æskulýðsráði ríkisins og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vettvangi frítímans svo sem formaður í Félagi fagfólks í frítímaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Hann kveðst bjóða sig fram til að leiða framkvæmdarstjórn flokksins með jákvæðni og metnaði fyrir því skýra verkefni að safna liði og byggja upp traust fyrir næstu kosningar. „Samfylkingin samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem hefur ólíkar skoðanir á hinum ýmsu málum en sameinast undir merkjum jafnaðarflokks Íslands því saman viljum við byggja upp gott samfélag, samfélag þar sem við fáum öll tækifæri til að blómstra. Sama hvaðan við komum og hverja manna við erum. Verkefnið framundan er að kjarna og lyfta upp þessu höfuðmarkmiði jafnaðarfólks. Þannig eflum við okkur sem hreyfingu, stækkum hópinn og mætum til leiks í næstu kosningar sem skýr valkostur fyrir almenning í landinu. Samfylkingin er ríkur flokkur af sterkum mannauði. Við erum grasrótarhreyfing sem mikilvægt er að rækta og virkja. Í grasrót Samfylkingarinnar er fólk með fjölbreytta þekkingu og reynslu og tel ég að við þurfum að vera duglegri að virkja samtalið við félaga okkar sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhrif á stefnu og ákvarðanatöku flokksins. Samfylkingin býr einnig yfir gríðarlega öflugum hópi alþingis- og sveitarstjórnarfólks sem vinnur á hverjum degi gott starf með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Ég býð mig fram því ég brenn fyrir því að við náum vopnum okkar, skerpum á skilaboðum okkar og komumst í næstu ríkisstjórn. Ég hef reynslu af velheppnuðum kosningabaráttum og því að safna liði í krefjandi aðstæðum. Ég vona að þið séuð til í þetta verkefni með mér og að ég fái ykkar stuðning í embætti formanns framkvæmdarstjórnar,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Tengdar fréttir Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Mörður eyddi athugasemd Karls um meint dáðleysi Kjartans Þung undiralda er fyrir væntanlegan Landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður um helgina. Ýmsar væringar innan flokks hafa leitað upp á yfirborðið í vikunni. 25. október 2022 14:37