Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2022 21:41 Solveig Lára Guðmundsdóttir segir frá skírnarfonti Hóladómkirkju. Sigurjón Ólason Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um Hóladómkirkju, sem er elsta steinkirkja landsins, nærri 260 ára gömul. Hóladómkirkja. Steinkirkjan var vígð árið 1763 en kirkjuturninn árið 1950.Sigurjón Ólason Kannski mætti telja hana miklu eldri. Þegar Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna í þættinum Um land allt sagði hún okkur að elstu steinarnir í henni væru úr múr ófullgerðrar kirkju sem norski biskupinn Auðunn rauði byrjaði að reisa á fjórtándu öld en hann var biskup á Hólum á árunum 1313 til 1322. „Þannig að við getum sagt að margir steinar í þessari kirkju eru einmitt frá tímum Auðuns rauða. Og við erum nú mjög heiðarleg og segjum að kirkjan sé bara frá 1763. En ef þetta væri kannski dómkirkja einhversstaðar á Norðurlöndunum eða í Evrópu þá myndu þeir segja að kirkjan væri frá þrettánhundruð og eitthvað,“ segir Solveig Lára. Altaristaflan, Hólabríkin, er að mati Solveigar mesta þjóðargersemi Íslendinga.Sigurjón Ólason Hin fimmhundruð ára gamla altaristafla, Hólabríkin, segir Solveig að sé mesti dýrgripur kirkjunnar enda hafi sjálfur Jón Arason biskup, sá sem hálshöggvinn var í Skálholti, keypt hana í Hollandi í kringum árið 1520. Kirkjan geymir enn eldri muni en alabastursbrík frá árinu 1470, komin frá Nottingham í Englandi, hefur lengi verið talin elsti gripur hennar. „En núna höfum við áttað okkur á því að það er möguleiki á því að það séu ýmsir hlutir hér inni sem eru jafnvel eldri og það er skírnarfonturinn,“ segir Solveig. Ártalið 1674 sést á skírnarfontinum. Núna er talið að fonturinn geti verið fjögurhundruð árum eldri og að útskurðurinn sé síðari tíma gjörð.Sigurjón Ólason Núna hallast menn að því að ártalið 1674 á fontinum vísi ekki til aldurs fontsins heldur til þess árs þegar hann var skreyttur með útskurði. Solveig segir að í Noregi séu til mjög svipaðir skírnarfontar frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld og er kenningin sú að einhver norsku biskupanna, sem þá voru á Hólum, hafi komið með fontinn. Hann geti því verið fjögurhundruð árum eldri en til þessa hefur verið talið. „Ég aðhyllist þessa kenningu vegna þess að mér finnst hún skemmtileg. Og gaman að vita það að þetta gæti verið svona mikill forngripur,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengri umfjöllun í þættinum Um land allt: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Þjóðkirkjan Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um Hóladómkirkju, sem er elsta steinkirkja landsins, nærri 260 ára gömul. Hóladómkirkja. Steinkirkjan var vígð árið 1763 en kirkjuturninn árið 1950.Sigurjón Ólason Kannski mætti telja hana miklu eldri. Þegar Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna í þættinum Um land allt sagði hún okkur að elstu steinarnir í henni væru úr múr ófullgerðrar kirkju sem norski biskupinn Auðunn rauði byrjaði að reisa á fjórtándu öld en hann var biskup á Hólum á árunum 1313 til 1322. „Þannig að við getum sagt að margir steinar í þessari kirkju eru einmitt frá tímum Auðuns rauða. Og við erum nú mjög heiðarleg og segjum að kirkjan sé bara frá 1763. En ef þetta væri kannski dómkirkja einhversstaðar á Norðurlöndunum eða í Evrópu þá myndu þeir segja að kirkjan væri frá þrettánhundruð og eitthvað,“ segir Solveig Lára. Altaristaflan, Hólabríkin, er að mati Solveigar mesta þjóðargersemi Íslendinga.Sigurjón Ólason Hin fimmhundruð ára gamla altaristafla, Hólabríkin, segir Solveig að sé mesti dýrgripur kirkjunnar enda hafi sjálfur Jón Arason biskup, sá sem hálshöggvinn var í Skálholti, keypt hana í Hollandi í kringum árið 1520. Kirkjan geymir enn eldri muni en alabastursbrík frá árinu 1470, komin frá Nottingham í Englandi, hefur lengi verið talin elsti gripur hennar. „En núna höfum við áttað okkur á því að það er möguleiki á því að það séu ýmsir hlutir hér inni sem eru jafnvel eldri og það er skírnarfonturinn,“ segir Solveig. Ártalið 1674 sést á skírnarfontinum. Núna er talið að fonturinn geti verið fjögurhundruð árum eldri og að útskurðurinn sé síðari tíma gjörð.Sigurjón Ólason Núna hallast menn að því að ártalið 1674 á fontinum vísi ekki til aldurs fontsins heldur til þess árs þegar hann var skreyttur með útskurði. Solveig segir að í Noregi séu til mjög svipaðir skírnarfontar frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld og er kenningin sú að einhver norsku biskupanna, sem þá voru á Hólum, hafi komið með fontinn. Hann geti því verið fjögurhundruð árum eldri en til þessa hefur verið talið. „Ég aðhyllist þessa kenningu vegna þess að mér finnst hún skemmtileg. Og gaman að vita það að þetta gæti verið svona mikill forngripur,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengri umfjöllun í þættinum Um land allt: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Þjóðkirkjan Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11