Erlent

Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pablo Marí er meðal þeirra sem var stunginn í verslunarmiðstöð á Ítalíu í dag.
Pablo Marí er meðal þeirra sem var stunginn í verslunarmiðstöð á Ítalíu í dag. James Williamson - AMA/Getty Images

Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina.

Marí var fluttur á sjúkrahús eftir árásina, en talið er að starfsmaður verslunarinnar Carrefour hafi látist í árásinni. Marí er meðal fjögurra annarra sem særðust í árásinni.

Sá grunaði er 46 ára gamall karlmaður og er hann í haldi lögreglu. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir.

Arsenal var í eldlínunni í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem liðið mátti þola 2-0 tap gegn hollenska liðinu PSV Einhoven. Mikel Arteta, stjóri liðsins, tjáði sig stuttlega um atvikið eftir leik.

„Ég var bara að heyra af þessu. Ég veit að Edu [tæknilegur ráðgjafi Arsenal] hefur verið í sambandi við ættingja hans. Hann er á spítala, en virðist vera í lagi,“ sagði Arteta.

Marí hefur verið á mála hjá Arsenal frá árinu 2020, en aðeins leikið 12 deildarleiki fyrir félagið. Hann gekk í raðir Monza á láni í ágúst og hefur leikið átta deildarleiki fyrir félagið og skorað eitt mark.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×