„Mjög íþyngjandi kostnaður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2022 20:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir tannréttingar barna eiga að vera gjaldfrjálsar. Vísir/Vilhelm Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar. Umboðsmaður barna hefur sent erindi á heilbrigðisráðherra þar sem hann er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. „Þess vegna fannst okkur fullt tilefni til þess að senda heilbrigðisráðherra þetta bréf. Koma þessum ábendingum á framfæri og um leið benda á þau ákvæði Barnasáttmálans sem eiga við um annars vegar rétt barna til bestu mögulega heilsufars- og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og líka meginreglu Barnasáttmálans um að ekki megi mismuna börnum eftir til dæmis stöðu foreldra þeirra og þar af leiðandi fjárhag fjölskyldunnar,“ segir Guðríður Bolladóttir settur umboðsmaður barna. Þörf sé á að heilbrigðisráðuneytið meti hversu stór hópur sé í þessari stöðu. „Þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum“ Kristín Heimisdóttir formaður Tannréttingafélags Íslands segir dæmi um að foreldrar hafi hætt við tannréttingar þegar þeir heyra hver kostnaðurinn er. „Eða það jafnvel kemur ekki. Ég held að það séu margir sem bara koma ekki. Við heyrum það frá almennum tannlæknum sem eru búnir að vísa börnunum til sérfræðings og svo kemur barnið eftir hálft ár eða eitt ár og tannlæknir spyr hvort að viðkomandi hafi farið og sérfræðing og þá hefur það ekki verið sett á dagskrá og þá er það yfirleitt út af kostnaði. Þetta er bara staðreynd að þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum. Þetta lítur bara þannig við okkur að það er verið að mismuna börnum eftir efnahag foreldra.“ Kristín segir Tannréttingafélagið hafa fundað með Sjúkratryggingum vegna málsins og að annar fundur sé fyrirhugaður í næstu viku. „Það sem er nú kannski alvarlegast í þessu er að styrkurinn hefur ekkert hækkað í tuttugu ár og ég held að það sé nú vilji til þess að reyna að færa þetta í rétt horf. Þetta er náttúrulega bara að þegar einhver fjárhæð hefur ekki verið hækkuð svona lengi þá verður þetta svo stórt stökk.“ Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að tannréttingar fyrir börn séu gjaldfrjálsar og hafa nú í þriðja sinn lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi. „Það auðvitað blasir við að þetta er mjög íþyngjandi kostnaður, af því þetta er ekkert eitthvað klink, þetta er milljón og meira og oft gengur þetta nú í erfðir. Það er að segja ef það er eitt barn þá eru það öll börnin. Þannig að það hefur mjög mikil áhrif á fjölskylduhag og það er skrýtið að við séum ekki með tennur inni í sjúkratryggingum,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mikilvægt sé að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir breytingu á núverandi kerfi. „Við viljum að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp næsta vor þar sem áætlun verður um að þetta fari inn í sjúkratryggingarnar. Af því að við vitum alveg að það er gert þannig á Norðurlöndunum sem við berum okkur oft saman við. Þar er mjög kröftugt endurgreiðslukerfi og við eigum auðvitað að fara sömu leið. Tennur eru hluti af líkama og mikil tannskekkja getur valdið miklu tjóni á bæði útliti og heilsu.“ Börn og uppeldi Tannheilsa Alþingi Samfylkingin Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27. október 2022 07:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur sent erindi á heilbrigðisráðherra þar sem hann er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. „Þess vegna fannst okkur fullt tilefni til þess að senda heilbrigðisráðherra þetta bréf. Koma þessum ábendingum á framfæri og um leið benda á þau ákvæði Barnasáttmálans sem eiga við um annars vegar rétt barna til bestu mögulega heilsufars- og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og líka meginreglu Barnasáttmálans um að ekki megi mismuna börnum eftir til dæmis stöðu foreldra þeirra og þar af leiðandi fjárhag fjölskyldunnar,“ segir Guðríður Bolladóttir settur umboðsmaður barna. Þörf sé á að heilbrigðisráðuneytið meti hversu stór hópur sé í þessari stöðu. „Þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum“ Kristín Heimisdóttir formaður Tannréttingafélags Íslands segir dæmi um að foreldrar hafi hætt við tannréttingar þegar þeir heyra hver kostnaðurinn er. „Eða það jafnvel kemur ekki. Ég held að það séu margir sem bara koma ekki. Við heyrum það frá almennum tannlæknum sem eru búnir að vísa börnunum til sérfræðings og svo kemur barnið eftir hálft ár eða eitt ár og tannlæknir spyr hvort að viðkomandi hafi farið og sérfræðing og þá hefur það ekki verið sett á dagskrá og þá er það yfirleitt út af kostnaði. Þetta er bara staðreynd að þetta er ekki þjónusta sem allir Íslendingar geta veitt börnunum sínum. Þetta lítur bara þannig við okkur að það er verið að mismuna börnum eftir efnahag foreldra.“ Kristín segir Tannréttingafélagið hafa fundað með Sjúkratryggingum vegna málsins og að annar fundur sé fyrirhugaður í næstu viku. „Það sem er nú kannski alvarlegast í þessu er að styrkurinn hefur ekkert hækkað í tuttugu ár og ég held að það sé nú vilji til þess að reyna að færa þetta í rétt horf. Þetta er náttúrulega bara að þegar einhver fjárhæð hefur ekki verið hækkuð svona lengi þá verður þetta svo stórt stökk.“ Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að tannréttingar fyrir börn séu gjaldfrjálsar og hafa nú í þriðja sinn lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi. „Það auðvitað blasir við að þetta er mjög íþyngjandi kostnaður, af því þetta er ekkert eitthvað klink, þetta er milljón og meira og oft gengur þetta nú í erfðir. Það er að segja ef það er eitt barn þá eru það öll börnin. Þannig að það hefur mjög mikil áhrif á fjölskylduhag og það er skrýtið að við séum ekki með tennur inni í sjúkratryggingum,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mikilvægt sé að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir breytingu á núverandi kerfi. „Við viljum að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp næsta vor þar sem áætlun verður um að þetta fari inn í sjúkratryggingarnar. Af því að við vitum alveg að það er gert þannig á Norðurlöndunum sem við berum okkur oft saman við. Þar er mjög kröftugt endurgreiðslukerfi og við eigum auðvitað að fara sömu leið. Tennur eru hluti af líkama og mikil tannskekkja getur valdið miklu tjóni á bæði útliti og heilsu.“
Börn og uppeldi Tannheilsa Alþingi Samfylkingin Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27. október 2022 07:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. 27. október 2022 07:21