Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 07:21 Tannréttingar barna eru nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, segir umboðsmaður. Getty Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira