Tannheilsa

Fréttamynd

Fara stúdentar til tann­læknis?

Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema.

Skoðun
Fréttamynd

Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða

Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar.

Innlent
Fréttamynd

Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk

Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið eykur kostnaðar­þátt­töku vegna tann­réttinga

Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum.

Innlent
Fréttamynd

Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni

Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði.

Innlent
Fréttamynd

Tann­lækningar í Buda­pest — var­úð!

Margir Íslendingar hafa leitað sér tannlækninga erlendis, enda oft miklu ódýrara en á Íslandi. Ég gerði það hjá Íslensku klíníkinni í Budapest (ÍK), og tel ástæðu til að segja frá reynslu minni af því, í þeirri von að forða öðrum frá þeim mistökum sem ég tel mig (og klíníkina) hafa gert. Hér í lokin set ég nokkrar ráðleggingar sem hefði komið sjálfum mér vel að hugleiða áður en ég fór í þessar aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

„Mjög íþyngjandi kostnaður“

Kostnaður við tannréttingar er íþyngjandi fyrir foreldra að mati stjórnarandstöðuþingmanns sem vill að þær verði gjaldfrjálsar. Umboðsmaður barna segir dæmi um að foreldrar hafi þurft að neita börnum sínum um tannréttingar vegna fjárhags fjölskyldunnar.

Innlent
Fréttamynd

Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár

Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund.

Innlent