Fjárhagsvandræði Barcelona aftur í brennidepli eftir fall úr Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 09:00 Robert Lewandowski sér mögulega eftir því að yfirgefa Bayern München í sumar en hann er nú á leið í Evrópudeildina. Adria Puig/Getty Images Á miðvikudagskvöld varð endanlega ljóst að Barcelona, stórveldið frá Katalóníu, kæmist ekki áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Um er að ræða mikið högg þar sem forráðamenn félagsins framkvæmdu hin ýmsu töfrabrögð í sumar til að koma liðinu aftur í fremstu röð, eða svo töldu þeir. Síðasta sumar var mikið rætt og ritað um fjárhagsstöðu Barcelona. Félagið var á barmi gjaldþrots en með því að selja framtíðina tókst Joan Laporta, forseta félagsins, að rétta úr skútunni. Laporta taldi sig ekki aðeins vera að rétta úr skútunni heldur var hann að breyta henni í lúxussnekkju. Öll umræða í kringum félagið var á þá leið að nú væri Barcelona snúið aftur eftir mögur tímabil. Segja má að undarlegar ákvarðanir á leikmannamarkaðnum hafi spilað hvað stærstan hluta í falli Börsunga en liðið var byggt upp á ofdekruðum prímadonnum sem skiluðu litlu sem engu inn á fótboltavellinum. Þó félagið hafi fest kaup á nokkrum ágætum leikmönnum í sumar þá virðist sumarglugginn í ár hafa verið jafn illa undirbúinn og undanfarin ár. Því til sönnunar má benda á að félagið íhugar nú að losa sig við Franck Kessi í janúar en miðjumaðurinn kom á frjálsri sölu frá AC Milan í sumar. Þegar Bayern München mætti á Spotify Nývang í Katalóníu í gærkvöld var vitað að Barcelona gæti ekki komist í 16-liða úrslit keppninnar sem það þráir svo heitt að vinna. Slæm úrslit gegn Inter Milan gerðu það að verkum að Börsungar voru fallnir niður í Evrópudeildina, annað árið í röð. Að vilja vinna Meistaradeildina er eitthvað sem öll stærstu lið Evrópu dreymir um. Ólíkt til að mynda París Saint-Germain og Manchester City sem eiga fúlgur fjár þá þarf Barcelona að vinna Meistaradeildina, eða svo gott sem. Öll þeirra fjárhagsáætlun byggir á því að komast langt í keppninni því hún skilar hvað mestum pening í kassann. Annað lýsandi dæmi fyrir ömurlega stefnu félagsins í leikmannamálum er það að Barcelona skuldar yfir 100 milljónir evra, rúmlega 14 milljarða íslenskra króna, vegna kaupa á þremur leikmönnum sem eru ekki lengur á mála hjá félaginu. Philippe Coutinho er í dag leikmaður Aston Villa, markvörðurinn Neto er hjá Bournemouth og Miralem Pjanić er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það sem meira er, Barcelona þarf að greiða þessar 100 milljónir innan næstu sjö mánaða. Now that #FCB are out of the #UCL, their finances will be plunged into deeper trouble 108m owed for Coutinho, Pjanic & Neto Camp Nou renovations Budgeted to reach Champions League quarter-finals Now paying 41m to Sixth Street for TV rights @dermotmcorrigan— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 Samkvæmt Börsungum varð félagið af 12 milljónum evra við það að falla úr leik í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en talið er að upphæðin sé enn hærri í ár. Þá hefur þetta gríðarleg áhrif á ímynd Barcelona en yfirlýst markmið félagsins fyrir þetta tímabil var að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina, og komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ef við gerum ekki eitthvað þá munum við tapa 200 milljónum evra ár hvert,“ sagði Eduard Romeu, varaforseti fjármálasviðs félagsins, um núverandi strúktúr félagsins. Þarna telur The Athletic að Romeu sé í raun að benda á að félagið verði að koma vel launuðum leikmönnum af launaskrá félagsins en sem stendur eru leikmenn á borð við Jordi Alba og Gerard Piqué að kosta félagið 40 milljónir evra á ári þó þeir spili varla mínútu. Romeu telur að staða félagsins verði ekki „eðlileg“ fyrr en tímabilið 2024 til 2025. Þangað til verður það að troða marvaða fjárhagslega og það virðist nokkuð langt þangað til Barcelona verði aftur á toppi heimsfótboltans. Þangað til þurfa þeir að horfa öfundaraugum á erkifjendur sína í Real Madríd sem virðast ekki stíga feilspor þessa dagana. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Töpuðu“ meira en þrjátíu milljörðum á kaupum á tveimur leikmönnum Það er óhætt að segja að rekstur fótboltaliðs Barcelona undanfarin ár hafi verið í kennslubók í hvernig á ekki að stýra fótboltafélögum. 12. október 2022 17:01 Átta félög sektuð fyrir brot á reglum um fjárhagslega háttvísi Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sektað átta félög fyrir brot á reglum um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). 2. september 2022 23:31 Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. 25. ágúst 2022 07:01 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Barcelona gerir allt til að neyða Braithwaite á brott Spænska félaginu Barcelona gengur misvel að losa sig við leikmenn til að rýma til fyrir þeim sem hafa samið við félagið í sumar. Daninn Martin Braithwaite er sérlega óvinsæll hjá stjórnendum félagsins. 15. ágúst 2022 23:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Síðasta sumar var mikið rætt og ritað um fjárhagsstöðu Barcelona. Félagið var á barmi gjaldþrots en með því að selja framtíðina tókst Joan Laporta, forseta félagsins, að rétta úr skútunni. Laporta taldi sig ekki aðeins vera að rétta úr skútunni heldur var hann að breyta henni í lúxussnekkju. Öll umræða í kringum félagið var á þá leið að nú væri Barcelona snúið aftur eftir mögur tímabil. Segja má að undarlegar ákvarðanir á leikmannamarkaðnum hafi spilað hvað stærstan hluta í falli Börsunga en liðið var byggt upp á ofdekruðum prímadonnum sem skiluðu litlu sem engu inn á fótboltavellinum. Þó félagið hafi fest kaup á nokkrum ágætum leikmönnum í sumar þá virðist sumarglugginn í ár hafa verið jafn illa undirbúinn og undanfarin ár. Því til sönnunar má benda á að félagið íhugar nú að losa sig við Franck Kessi í janúar en miðjumaðurinn kom á frjálsri sölu frá AC Milan í sumar. Þegar Bayern München mætti á Spotify Nývang í Katalóníu í gærkvöld var vitað að Barcelona gæti ekki komist í 16-liða úrslit keppninnar sem það þráir svo heitt að vinna. Slæm úrslit gegn Inter Milan gerðu það að verkum að Börsungar voru fallnir niður í Evrópudeildina, annað árið í röð. Að vilja vinna Meistaradeildina er eitthvað sem öll stærstu lið Evrópu dreymir um. Ólíkt til að mynda París Saint-Germain og Manchester City sem eiga fúlgur fjár þá þarf Barcelona að vinna Meistaradeildina, eða svo gott sem. Öll þeirra fjárhagsáætlun byggir á því að komast langt í keppninni því hún skilar hvað mestum pening í kassann. Annað lýsandi dæmi fyrir ömurlega stefnu félagsins í leikmannamálum er það að Barcelona skuldar yfir 100 milljónir evra, rúmlega 14 milljarða íslenskra króna, vegna kaupa á þremur leikmönnum sem eru ekki lengur á mála hjá félaginu. Philippe Coutinho er í dag leikmaður Aston Villa, markvörðurinn Neto er hjá Bournemouth og Miralem Pjanić er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það sem meira er, Barcelona þarf að greiða þessar 100 milljónir innan næstu sjö mánaða. Now that #FCB are out of the #UCL, their finances will be plunged into deeper trouble 108m owed for Coutinho, Pjanic & Neto Camp Nou renovations Budgeted to reach Champions League quarter-finals Now paying 41m to Sixth Street for TV rights @dermotmcorrigan— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 26, 2022 Samkvæmt Börsungum varð félagið af 12 milljónum evra við það að falla úr leik í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð en talið er að upphæðin sé enn hærri í ár. Þá hefur þetta gríðarleg áhrif á ímynd Barcelona en yfirlýst markmið félagsins fyrir þetta tímabil var að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina, og komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ef við gerum ekki eitthvað þá munum við tapa 200 milljónum evra ár hvert,“ sagði Eduard Romeu, varaforseti fjármálasviðs félagsins, um núverandi strúktúr félagsins. Þarna telur The Athletic að Romeu sé í raun að benda á að félagið verði að koma vel launuðum leikmönnum af launaskrá félagsins en sem stendur eru leikmenn á borð við Jordi Alba og Gerard Piqué að kosta félagið 40 milljónir evra á ári þó þeir spili varla mínútu. Romeu telur að staða félagsins verði ekki „eðlileg“ fyrr en tímabilið 2024 til 2025. Þangað til verður það að troða marvaða fjárhagslega og það virðist nokkuð langt þangað til Barcelona verði aftur á toppi heimsfótboltans. Þangað til þurfa þeir að horfa öfundaraugum á erkifjendur sína í Real Madríd sem virðast ekki stíga feilspor þessa dagana. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Töpuðu“ meira en þrjátíu milljörðum á kaupum á tveimur leikmönnum Það er óhætt að segja að rekstur fótboltaliðs Barcelona undanfarin ár hafi verið í kennslubók í hvernig á ekki að stýra fótboltafélögum. 12. október 2022 17:01 Átta félög sektuð fyrir brot á reglum um fjárhagslega háttvísi Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sektað átta félög fyrir brot á reglum um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). 2. september 2022 23:31 Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. 25. ágúst 2022 07:01 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Barcelona gerir allt til að neyða Braithwaite á brott Spænska félaginu Barcelona gengur misvel að losa sig við leikmenn til að rýma til fyrir þeim sem hafa samið við félagið í sumar. Daninn Martin Braithwaite er sérlega óvinsæll hjá stjórnendum félagsins. 15. ágúst 2022 23:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
„Töpuðu“ meira en þrjátíu milljörðum á kaupum á tveimur leikmönnum Það er óhætt að segja að rekstur fótboltaliðs Barcelona undanfarin ár hafi verið í kennslubók í hvernig á ekki að stýra fótboltafélögum. 12. október 2022 17:01
Átta félög sektuð fyrir brot á reglum um fjárhagslega háttvísi Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sektað átta félög fyrir brot á reglum um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). 2. september 2022 23:31
Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. 25. ágúst 2022 07:01
Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45
Barcelona gerir allt til að neyða Braithwaite á brott Spænska félaginu Barcelona gengur misvel að losa sig við leikmenn til að rýma til fyrir þeim sem hafa samið við félagið í sumar. Daninn Martin Braithwaite er sérlega óvinsæll hjá stjórnendum félagsins. 15. ágúst 2022 23:30
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti