Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira