Erlent

Þrír látnir eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi nemandi í skólanum.
Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi nemandi í skólanum. AP Photo/Jeff Roberson

Þrír eru látnir og sex særðir eftir skotárás í skóla í Missouri í Bandaríkjunum. Meintur árásarmaður er meðal látinna.

Skotmaðurinn er talinn hafa verið á tvítugsaldri en tengsl hans við skólann eru ekki ljós. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu segja vitni að skotmaðurinn hafi verið fyrrverandi nemandi í skólanum. Á meðan árásinni stóð hafi hann sagt: „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum skóla.“

Greint er frá því að árásarmaðurinn hafi gengið inn í skólastofu og spurt nemanda hvort hann væri tilbúinn að deyja. Byssa árásarmannsins stóð á sér og við það náðu nemendur að hlaupa út úr skólanum til móts við lögreglu. Sá sem grunaður er um ódæðið lést eftir skotbardaga við lögregluna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×