Fótbolti

Dagný skoraði í naumum sigri | María og stöllur enn með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir kom West Ham á bragðið í dag.
Dagný Brynjarsdóttir kom West Ham á bragðið í dag. Harriet Lander/Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta mark West Ham er liðið vann nauman 3-2 sigur gegn Reading í ensku Ofurdeildinni í knattspyrnu í dag. Á sama tíma unnu María Þórisdóttir og stöllur hennar í Manchester United sinn fjórða sigur á tímabilinu í jafn mörgum leikjum.

Dagný kom West Ham yfir með góðum skalla strax á fjórðu mínútu leiksins áður en Viviane Asseyi bætti tveimur mörkum við fyrir hálfleik og staðan því 3-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir í Reading minnkuðu þó muninn í 3-1 þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma var staðan orðin 3-2.

Nær komust gestirnir þó ekki og niðurstaðan því 3-2 sigur West Ham. Dagný og liðsfélagar hennar sitja nú í fimmta sæti deildarinnar með níu stig eftir fimm leiki, en Reading er enn án stiga.

Þá var María Þórisdóttir í byrjunarliði Manchester United sem vann 0-1 sigur gegn Leicester. United hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu og deilir toppsætinu með Arsenal, en liðin eru bæði með 12 stig og nákvæmlega sömu markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×