Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 08:00 Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43