Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. október 2022 16:43 Skipið Onni HU-36. Vigfús Markússon Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga. Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ákvörðun Fiskistofu var birt útgerðinni í síðustu viku. Þar er málavöxtum lýst þannig að veiðieftirlitsmenn, sem voru við eftirlit á Sauðárkróki og Reykjaströnd, hafi myndað brottkast áhafnar með flygildi í október og nóvember á síðasta ári. Í fyrra tilfellinu, þann 12. október 2021, hafi þeir tekið samtals þrjú myndskeið þar sem sést til skipverja leysa frá poka veiðarfæris þannig að fiskur, sem eftirlitsmenn telja að hafi vegið allt að tveimur tonnum, rann í sjóinn. Var þar aðallega um að ræða þorsk, ýsu og kola. Skipverjar eru sagðir hafa gert enga tilraun til að haka fisknum um borð í skipið. Þegar skipstjóri Onna HU-36 var spurður af eftirlitsmönnum hvers vegna fisknum hefði verið varpað út í sjó gaf hann þær skýringar að ofurtogið hefði slitnað frá pokanum og vír sem fer í blökkina hafi farið í gegn. Eftirlitsmenn gerðu einnig athugasemdir við að aflaupplýsingar hefðu ekki verið skráðar með réttum hætti. Í síðara tilfelli, 11. nóvember 2021, hafi eftirlitsmenn einnig náð myndbandi af skipverja kasta samtals tólf kolum fyrir borð og skolaði þeim í raun burt, eins og því er lýst í ákvörðun Fiskistofu. Fram kemur að engar athugasemdir eða andmæli hafi borist frá áhöfn eða útgerðinni Stakkfell. Alvarleg brot og sérstaklega ámælisverð Fyrirliggjandi myndbönd eru sögð sýna með skýrum hætti að brotin hafi verið framin. Ekki var fallist á skýringar skipstjóra. Þvert á móti segir Fiskistofa að skipverjum hafi staðið til boða möguleg úrræði í því skyni að landa aflanum. Skipstjóri var þá fundinn sekur um að hafa ekki staðið, með fullnægjandi hætti, skil á upplýsingum um afla í afladagbók. Í niðurstöðu Fiskistofu er vísað til þess að brotin hafi verið framin í hagnaðarskyni, með því að áhöfnin hafi sparað sér útgjalda við að grípa til réttmætra ráðstafana. Þó hafi brotin fyrst og fremst beinst gegn öðrum hagsmunum en fjárverðmætum: góðri umgengni um nytjastofna sjávar. Þá ógni brotin hagsmunum sem tengjast aflaskráningu. Brotin voru því talin alvarleg og sérstaklega ámælisverð var skiptið Onni HU-36 því svipt veiðileyfi í átta vikur, eða 56 daga.
Sjávarútvegur Skagafjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira