Fótbolti

Lewandowski skoraði tvö í öruggum sigri Börsunga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski skoraði tvö í kvöld.
Robert Lewandowski skoraði tvö í kvöld. Alex Caparros/Getty Images

Barcelona vann í kvöld öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Villarreal í spænsku úralsdeildinni í knattspyrnu. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom heimamönnum á bragðið með tveimur mörkum.

Lewandowski kom Börsungum í forystu á 31. mínútu leiksins og bætti svo öðru marki sínu við fjórum mínútum síðar eftir stoðsendingu frá hinum unga Gavi.

Það var svo Ansu Fati sem bætti þriðja marki Börsunga við á 38. mínútu og staðan var því 3-0 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Síðari hálfleikur bauð áhorfendum svo ekki upp á mörk og okatölur urðu því 3-0, Börsungum í vil. Barcelona situr því í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid. Villarreal situr hins vegar í níunda sæti deildarinnar með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×