„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 12:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Viðtal við Ísabellu Von, tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti af hálfu skólafélaga sinna, hefur vakið nokkurn óhug í samfélaginu. Á fjórða tug nemenda í Hraunvallaskóla eru sagðir hafa verið þátttakendur í grimmilegu einelti sem hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Foreldrafélag Hraunvallaskóla hefur sett sig í samband við skólastjórnina, stefnt er á fundarhöld við fyrsta tækifæri, og að sögn formanns félagsins hafa foreldrar að undanförnu verið að eiga samtöl við börnin sín. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður foreldrafélags í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. „Þetta samtal er að eiga sér stað og auðvitað er það leiðinlegt að það skuli vera á þessum nótum, út frá þessum neikvæðu fréttum, en þannig er það bara. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður foreldrafélagsins. Stefán segir fólk slegið yfir þessu máli og að nú verði ráðist strax í aðgerðir, en að mikilvægt sé að umræðan sé uppbyggileg. Hraunvallaskóli sé góður skóli þar sem starfsfólk vinni af heilindum þótt horfast þurfi í augu við það að hægt sé að gera betur. Þetta virðist vera umfangsmikið eineltismál. Hvað fer úrskeiðis? Hvernig getur þetta gerst? „Það er mjög góð spurning og einhvers konar kerfislægur vandi sem er að birtast okkur hér núna. Kannski eru málin ekki tekin nægilega alvarlega eða nægilega víðtækt. Kannski óttumst við þessi mál með einhverjum hætti, en þarna þarf ekki bara að vinna með þolandann heldur líka gerandann og kannski stærri hóp,“ segir Stefán, sem segir að málið hafi verið sett í traustan farveg innan skólans. Á sama tíma er hafin söfnun fyrir Ísabellu Von, sem frænka hennar Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hleypti af stokkunum með færslu á Facebook. Þar segir hún að það gæti reynst þeim mæðgum styrkur á erfiðum tímum að komast til skyldmenna sína í Flórída. Á sama tíma eigi söfnunin að sýna Ísabellu að fólk standi með henni og að hún eigi gott skilið.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Grunnskólar Tengdar fréttir Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04