Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 10:34 Nokkrir hafa látist í árásum Rússa á síðustu dögum en fjórir létust til að mynda í árás í Kænugarði í gær. AP/Yevhenii Zavhorodnii Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20