Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2022 10:05 Ulf Kristersson tekur við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Magdalenu Andersson. Getty Ulf Kristersson, formaður sænska hægriflokksins Moderaterna, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í sænska þinginu um tillögu þingforsetans Andreas Norlén í morgun. Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni og 173 gegn. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þings þarf einungis að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögu þingforseta um forsætisráðherra. Kristersson mun leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra og munu Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, verja hana vantrausti. Kristersson tekur við embætti formanns Jafnaðarmanna, Magdalenu Andersson, sem tók við stöðunni af Stefan Löfven fyrir um ári síðan. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra.AP Hinn 58 ára Kristersson hefur átt sæti á sænska þinginu frá árinu 2014, en hann sat einnig á þingi á árunum 1991 til 2000. Á sínum yngri árum var hann formaður ungliðahreytingar Moderaterna, 1988 til 1992. Kristersson var ráðherra félags- og tryggingamála 2010 til 2014, í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt. Hann tók við formennsku í Moderaterna af Önnu Kinberg Batra árið 2017. Ný stjórn hefur boðað viðamiklar breytingar meðal annars á sviði innflytjendamála og orkumála, en stuðningsflokkur nýrrar stjórnar, Svíþjóðardemókrata, hefur lengi talað fyrir mun strangari stefnu í málefnum innflytjenda. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Alls greiddu 176 þingmenn atkvæði með tillögunni og 173 gegn. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þings þarf einungis að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögu þingforseta um forsætisráðherra. Kristersson mun leiða þriggja flokka ríkisstjórn Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra og munu Svíþjóðardemókratar, sem er nú stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmálanna, verja hana vantrausti. Kristersson tekur við embætti formanns Jafnaðarmanna, Magdalenu Andersson, sem tók við stöðunni af Stefan Löfven fyrir um ári síðan. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra.AP Hinn 58 ára Kristersson hefur átt sæti á sænska þinginu frá árinu 2014, en hann sat einnig á þingi á árunum 1991 til 2000. Á sínum yngri árum var hann formaður ungliðahreytingar Moderaterna, 1988 til 1992. Kristersson var ráðherra félags- og tryggingamála 2010 til 2014, í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt. Hann tók við formennsku í Moderaterna af Önnu Kinberg Batra árið 2017. Ný stjórn hefur boðað viðamiklar breytingar meðal annars á sviði innflytjendamála og orkumála, en stuðningsflokkur nýrrar stjórnar, Svíþjóðardemókrata, hefur lengi talað fyrir mun strangari stefnu í málefnum innflytjenda.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. 14. október 2022 08:14