Áskorun um auknar selaveiðar og bann við innflutningi áfengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2022 22:31 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands rýndi í gömul þingmál ásamt fréttamanni. Vísir Þúsundir kvenna hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um bann við innflutningi áfengis og bændur í Breiðafirði vilja fá að skjóta fleiri seli. Þetta eru dæmi um þau mál sem Alþingi varð að taka fyrir í lok 19. aldar. Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á. Alþingi Einu sinni var... Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Mörg þúsund síður af gömlum alþingismálum hafa nú verið gerðar aðgengilegar almenningi. Farið var í vinnu við að skanna dagbækur Alþingis frá árinu 1845 til 1913 inn á netið fyrir rúmu ári síðan og er þeirri vinnu nú lokið. „Þetta er gríðarlega spennandi. Það er náttúrulega gaman að fá að gramsa í skjölunum sjálfum. Þetta eru hins vegar þjóðardýrgripir sem verður að fara mjög vel með en nú er þetta allt á netinu og hægt að skoða þar. Og það er alveg heillandi,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emerítus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Við fengum Ólaf til að kíkja með okkur á skjalasafn Alþingis og skoða bækurnar. Þar er margt skrýtið og skemmtilegt en Ólafur er sérstaklega spenntur fyrir svokölluðum bænaskrám. „Þetta er í raun svona lýðræðislegur farvegur fyrir almenning að koma áhyggjuefnum sínum af ýmsu tagi til Alþingis.“ Hér koma nokkur dæmi: Ekkja Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara biður þingið um að stofna „Vitfirringaspítala“ árið 1897, þúsundir kvenna skora á þingið að banna innflutning á áfengi 1895 og í bók frá 1885 má finna fjöldann allan af styrkbeiðnum. Til dæmis eina frá embættismanni sem er hættur að starfa og vill 100 krónu viðbót við eftirlaun sín. Áskorun um bann við innflutningi áfengis.Vísir „Að ég er ekki fær um að starfa neitt það er teljandi sé og mér til hagræðis,“ segir í skjali þar sem embættismaðurinn virðist óska eftir örorkubótum á tíma þegar slíkar bætur voru almennt ekki veittar. „Þingið var í rauninni að fást við miklu persónulegri mál. Það var verið að ákveða sérstaklega til dæmis eftirlaun embættismanna. Ekki almennt heldur fyrir hvern embættismann sérstaklega,“ segir Ólafur. Dásamlegt að upplifa tíðarandann Þetta er tja, kannski lýðræðislegra að einhverju leyti? „Ja, þetta er allavega skemmtilegra,“ svarar Ólafur. Hann er þó ekki á því að taka ætti bænaskrárnar upp að nýju. „Ekki nema það hefur skemmtigildi. En það er hins vegar dásamlegt að fá að glugga í þessar gömlu bækur og upplifa tíðaranda 19. aldar.“ Við lendum þó fljótlega á vegg þegar við flettum í gegnum bækurnar. Eða, við er kannski ekki rétta orðið. Það er nú erfitt að lesa þetta oft. „Já, sérstaklega fyrir hina yngri kynslóð sem kann eiginlega ekki að lesa skrifstafi. Ég á nú ekkert í miklum vandræðum með að lesa þetta,“ segir Ólafur og hlær. Nú er hægt að nálgast öll þessi mál á netinu og fletta í gegnum þau sem margir munu eflaust gera. Enda ótvírætt skemmtanagildi sem felst í þessu eins og Ólafur benti á.
Alþingi Einu sinni var... Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira