Albert og félagar halda í við toppliðin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 14:15 Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu. vísir/Getty Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í 2-1 útisigri á Cosenza í Serie B, næstefstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn lyftir Genoa upp í fimmta sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir toppliði Ternana. Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Albert byrjaði á vinstri væng gestanna í dag ef marka má uppstillingu Genoa á vefmiðlum. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Massimo Coda fór á punktinn og honum brást ekki bogalistin. Genoa komið 1-0 yfir og stuðningsfólk gestaliðsins dansandi á pöllunum. Til að gera leikinn eilítið skemmtilegri ákvað Mattia Bani, varnarmaður Genoa, að næla sér í sitt annað gula spjald stuttu síðar. Bani var því sendur í sturtu og gestirnir manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom þó ekki að sök en Kevin Strootman, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, kom gestunum í 2-0 áður en heimaliðið fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Aftur var skorað og staðan 2-1 Genoa í vil í hálfleik. Albert var tekinn af velli á 77. mínútu er Genoa þétti raðirnar en ekkert var skorað í síðari hálfleik og leiknum lauk með 2-1 sigri Genoa. | FULL TIME | Il Grifone espugna Cosenza: gol di Coda e Strootman per i tre punti! Avanti Grifone! #CosenzaGenoa 1 -2 pic.twitter.com/lrY99homVu— Genoa CFC (@GenoaCFC) October 15, 2022 Albert var ekki eini Íslendingurinn sem lék í Serie B í dag en Hjörtur Hermannsson spilaði tæpan hálftíma þegar Pisa gerði 3-3 jafntefli við Palermo. Staðan í deildinni er þannig að Genoa er með 18 stig að loknum níu leikjum líkt og Reggina, Bari og Frosinone á meðan Ternana er á toppi deildarinnar með 19 stig. Pisa er hins vegar í bullandi fallbaráttu enda með aðeins sjö stig í 18. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira