Erlent

Tugir námu­manna sitja fastir og minnst fjór­tán eru látnir

Árni Sæberg skrifar
Mikill viðbúnaður er við kolanámuna í Amasra.
Mikill viðbúnaður er við kolanámuna í Amasra. EPA-EFE/SELIM BOSTANCI

Talið er að 49 námumenn sitji fastir á 300 til 350 metra dýpi í námu í Tyrklandi eftir að námuslys varð í kvöld. Minnst fjórtán námumenn létu lífið í slysinu.

Þetta staðfestir Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands. „Við stöndum frammi fyrri mjög sorglegum atburði,“ hefur franska fréttaveitan France24 eftir honum. Hann ræddi við fréttamenn á vettvangi eftir að hafa drifið sig til námubæjarins Amasra.

Hann segir 28 verkamenn hafa komist lífs af úr námunni, margir hverjir alvarlega særðir.

Ekkert hefur fengist staðfest um tildrög slyssins en talið er að metansprenging hafi orsakað það. Stéttarfélag námuverkamanna í Tyrklandi hefur fullyrt það en embættismenn segja of snemmt að fullyrða hvað hafi valdið slysinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×