Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 08:14 Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, á fréttamannafundinum í morgun. AP Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36