Þriggja flokka stjórn sem Svíþjóðardemókratar verja vantrausti Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 08:14 Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, Ebba Busch, formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, á fréttamannafundinum í morgun. AP Borgaralegu flokkarnir í sænskum stjórnmálum hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Ulf Kristersson, formanns Moderaterna. Ríkisstjórnin mun samanstanda af ráðherrum úr röðum Moderaterna, Kristilegra demókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar munu ekki eiga sæti í ríkisstjórninni en verja stjórnina vantrausti. Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Leiðtogar Moderaterna, Kristilegra demókrata, Frjálslyndra og Svíþjóðardemókrata greindu frá þessu á blaðamannafundi sem hófst klukkan átta. Þau kynntu þar um fimmtíu síðna stjórnarsáttmála og sagði Kristersson að flokkarnir fjórir gætu boðið sænsku þjóðinni upp á þá breytingu sem kallað var eftir í kosningunum í síðasta mánuði. Gengur á fund þingforseta Kristersson mun síðar í dag ganga á fund þingforsetans Andreas Norlén til greina honum formlega frá samkomulaginu. Má reikna með að Norlén muni svo tilnefna Kristersson sem nýjan forsætisráðherra og mun sænska þingið greiða atkvæði um hana á mánudaginn. Verði tillagan samþykkt verður í kjölfarið tilkynnt um hverjir munu gegna hvaða ráðherraembættum. Kristersson sagði á blaðamannafundinum að það muni taka tíma að ná þeim breytingum í gegn sem kallað var eftir, meðal annars á sviði orkumála og innflytjendamála. Hann sagði markmið nýrrar stjórnar vera að sameina, en ekki sundra. Leiðtogar hægriflokkanna ganga til fundarins.AP Kristersson sagði að hin nýja ríkisstjórn muni vinna náið með Svíþjóðardemókrötum og sagði Jimmie Åkersson, formaður Svíþjóðardemókrata, að flokkur hans muni, í krafti stöðu sinnar sem stærsti flokkurinn á hægri vændnum, hafa umfangsmikil áhrif á stefnu hinnar nýju stjórnar. Náðu meirihluta Hægriflokkarnir náðu meirihluta á þingi eftir þingkosningarnar 11. september, en málefnaágreiningurinn er mikill á milli sumra flokkanna í sumum málaflokkum, sér í lagi Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra. Svíþjóðardemókratar hafa alla tíð talað gegn auknum straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkarnir þrír sem munu mynda ríkisstjórn töpuðu allir fylgi milli kosninga, en Svíþjóðardemókratar bættu við sig verulegu fylgi sem gerði það að verkum að hægri blokkin tryggði sér meirihluta þingsæta. Kristersson mun að óbreyttu taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna, sem tók við embættinu fyrir um ári. Jafnaðarmannaflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum í september, en vinstri blokkin tapaði þó samanlögðu fylgi þannig að hægri blokkin náði meirihluta.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Fær tvo daga til viðbótar til að sauma saman nýja stjórn Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, tveggja daga frest til að setja saman ríkisstjórn borgaralegra flokka. Tveggja vikna frestur, sem þingsforsetinn Andreas Norlén veitti Kristersson til stjórnarmyndunar í síðasta mánuði, rann út í dag. 12. október 2022 10:36
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent