Innlent

Leggja til að sex fái ríkis­borgara­rétt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Málið verður tekið fyrir á Alþingi í dag.
Málið verður tekið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur fram frumvarp á Alþingi þess efnis að sex hljóti íslenskan ríkisborgararétt. 

Í hópnum eru tveir Íranir, þau Movaffaq Kateb Kateshamshir fæddur 1985 og Sahar Safarianbana fædd 1987. Yngstur í hópnum er Sebastiaan Dreyer, fæddur 2003 í Suður-Afríku en elst er Anna Andriyash, fædd 1968 í Mongólíu. Þá eru þau Ekaterina Bondareva, fædd 1996 í Rússlandi,  og Zeqir Kastrati fæddur 1975 í Kósovó einnig á listanum. 

Allsherjar- og menntamálanefnd bárust einungis 30 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþini og lagði nefndin þá til að tólf yrði veittur ríkisborgararéttur. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að vegna þess hafi þótt nauðsynlegt að fresta afgreiðslu hluta umsókna fram á haust þar til gögn höfðu borist.  


Tengdar fréttir

Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið

22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku.

John Grant fær ríkisborgararétt

Alls fengu tólf einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt eftir að frumvarp til laga frá allsherjar- og menntamálanefnd var samþykkt á Alþingi í gær. Söngvarinn John Grant er meðal þeirra sem hlýtur ríkisborgararétt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×