Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 21:20 Uhunoma hefur búið hjá Morgane og fjölskyldu hennar síðustu tvö árin. vísir/einar 22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku. Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent