Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 23:30 Frá Kíev, höfuðborg Úkraínu. Gígur eftir eldflaugaárás Rússa í miðborg borgarinnar. Jose Colon/Anadolu Agency via Getty Images) Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. Þetta er á meðal niðurstaðna fundar yfir fimmtíu ríkja sem skilgreina sig sem bandamenn Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Kanada, Frakkland og Holland munu senda ratsjár og eldflaugar sem munu efla loftvarnir Úkraínu. Bandaríkin höfðu þegar ákveðið að senda slíkan búnað til Úkraínu. Eitt slíkt kerfi frá Þýskalandi, hátæknilegt loftvarnarkerfi, kom til Úkraínu í gær, það fyrsta af fjórum. Það kallast IRIS-T og er hannað til að skjóta niður hraðskreið skotmörk eins og dróna og eldflaugar. Að sögn ráðamanna í Úkraínu hafa Rússar sent yfir hundrað flugskeyti til Úkraínu á síðustu dögum, auk fjölmargra vopnvæddra dróna. Skotmörkin hafa verið allt frá mikilvægum orkuinnviðum til almennra borgara. Minnst nítján létust á fyrsta degi eldflaugasóknar Rússa. Líklegt er talið að Bretar bætist í hóp ríkjanna sem munu senda herbúnað til að efla loftvarnir Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa lengi kallað eftir slíkum búnaði svo skapa mætti eins konar loftvarnarskjöld yfir Úkraínu. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði. Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. 11. október 2022 11:22 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Þagga niður í óánægjuröddum með árásum á óbreytta borgara Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði. 12. október 2022 11:36 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna fundar yfir fimmtíu ríkja sem skilgreina sig sem bandamenn Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. Kanada, Frakkland og Holland munu senda ratsjár og eldflaugar sem munu efla loftvarnir Úkraínu. Bandaríkin höfðu þegar ákveðið að senda slíkan búnað til Úkraínu. Eitt slíkt kerfi frá Þýskalandi, hátæknilegt loftvarnarkerfi, kom til Úkraínu í gær, það fyrsta af fjórum. Það kallast IRIS-T og er hannað til að skjóta niður hraðskreið skotmörk eins og dróna og eldflaugar. Að sögn ráðamanna í Úkraínu hafa Rússar sent yfir hundrað flugskeyti til Úkraínu á síðustu dögum, auk fjölmargra vopnvæddra dróna. Skotmörkin hafa verið allt frá mikilvægum orkuinnviðum til almennra borgara. Minnst nítján létust á fyrsta degi eldflaugasóknar Rússa. Líklegt er talið að Bretar bætist í hóp ríkjanna sem munu senda herbúnað til að efla loftvarnir Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa lengi kallað eftir slíkum búnaði svo skapa mætti eins konar loftvarnarskjöld yfir Úkraínu. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði.
Hernaður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. 11. október 2022 11:22 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Þagga niður í óánægjuröddum með árásum á óbreytta borgara Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði. 12. október 2022 11:36 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Úkraínuforseti segir árásir Rússa sameina þjóðina Forseti Úkraínu segir að Rússum muni ekki takast að hræða Úkraínumenn til undirgefni með eldflaugaárásum á saklausan almenning og innviði samfélagsins. Árásirnar herði andstöðuna við innrás Rússa og sameini þjóðina enn frekar. 11. október 2022 11:22
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Þagga niður í óánægjuröddum með árásum á óbreytta borgara Litlar breytingar hafa orðið á víglínunum í Úkraínu síðustu daga, eða síðan Úkraínumenn náðu töluverðum og hröðum árangri í bæði suðurhluta og austurhluta landsins. Harðir bardagar eru sagðir hafa átt sér stað víðsvegar í landinu þar sem Rússar eru sagðir hafa gert gagnárás gegn Úkraínumönnum í austri og Úkraínumenn eru sagðir hafa frelsað nokkur þorp í Kherson-héraði. 12. október 2022 11:36