Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2022 22:22 Haukur Bent Sigmarsson er framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi. Sigurjón Ólason Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir. Í fréttum Stöðvar 2 var Haganesvík heimsótt. Þar voru áður kaupfélag, sláturhús og frystihús, þaðan réru Fljótamenn til fiskjar, og þar bjuggu um fjörutíu manns þegar mest var í kringum 1940. Gömul mynd úr Haganesvík þegar verslun Samvinnufélags Fljótmanna var miðstöð sveitarinnar.Deplar/Eleven Experience Með lagningu nýs vegar um sveitina fyrir hálfri öld hvarf Haganesvík úr alfaraleið, starfsemin fjaraði út og lauk að mestu þegar nýtt verslunarhús var opnað á Ketilási árið 1978. Húsin grotnuðu niður allt þar til eigendur lúxushótelsins Depla keyptu þar tvær fasteignir og hófu að endurvekja draugaþorpið. Svona leit gamla kaupfélagið út þegar endurbætur hófust.Deplar/Eleven Experience „Við erum kannski frekar búin að varðveita söguna og reyna að skrifa okkar kafla í Haganesvíkinni,“ segir Haukur Bent Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, sem á Depla. Fyrrum verslunarhúsi Samvinnufélags Fljótamanna er búið að breyta í hljóðupptökuver og þegar inn er komið sést að ekkert er til sparað. Úr hljóðupptökuverinu í Haganesvík.Sigurjón Ólason „Það þýðir ekkert hálfkák, hvorki í aðstöðunni á hótelinu eða hér. Þannig að ef það á að gera hlutina, þá eru þeir gerðir almennilega,“ segir Haukur. Og milli þess sem tónlistarmenn vinna að listsköpun geta þeir skroppið í gufubað eða heita pottinn, farið á brimbretti, í sjósund eða róið á kajak. Heiti potturinn við upptökuverið. Hópsvatn fyrir aftan.Sigurjón Ólason Í gamla sláturhúsinu er svo búið að innrétta íþróttasal með körfuboltavelli og klifurvegg. „Það er náttúrlega allra veðra von hérna. Og þá getum við verið með þennan möguleika að gera eitthvað inni, ef veðrið myndi ekki bjóða upp á útivist.“ Séð inn í íþróttasalinn.Sigurjón Ólason Þegar spurt er hvernig hljóðver nýtist ferðaþjónustu segir Haukur að þar sé þegar búið að taka upp fjórar plötur. „Þetta nýtist rekstrinum. Og núna erum við bara í því lúxusvandamáli að sökum þess hvað er mikið bókað á Deplum þá er bara ekki pláss fyrir að koma með tónlistarmenn. Þannig að erum búin að gera eitt íbúðarhúsnæði á Hraunum upp fyrir tónlistarfólk.“ Horft yfir Haganesvík í átt til Flókadals. Þjóðvegurinn um Fljótin lá áður um eyðið.Sigurjón Ólason En hvað er það eiginlega sem bandarískir fjárfestar sjá við Haganesvík? „Það er náttúrlega bara umhverfið. Fjöllin, náttúran, kyrrðin. Öryggið. Snjórinn. Þetta er svo langt frá því að vera eitthvert Disneyland hérna. Það er allt hérna með sögu. Og bara mjög djúpa sögu,“ segir Haukur B. Sigmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Haganesvík heimsótt. Þar voru áður kaupfélag, sláturhús og frystihús, þaðan réru Fljótamenn til fiskjar, og þar bjuggu um fjörutíu manns þegar mest var í kringum 1940. Gömul mynd úr Haganesvík þegar verslun Samvinnufélags Fljótmanna var miðstöð sveitarinnar.Deplar/Eleven Experience Með lagningu nýs vegar um sveitina fyrir hálfri öld hvarf Haganesvík úr alfaraleið, starfsemin fjaraði út og lauk að mestu þegar nýtt verslunarhús var opnað á Ketilási árið 1978. Húsin grotnuðu niður allt þar til eigendur lúxushótelsins Depla keyptu þar tvær fasteignir og hófu að endurvekja draugaþorpið. Svona leit gamla kaupfélagið út þegar endurbætur hófust.Deplar/Eleven Experience „Við erum kannski frekar búin að varðveita söguna og reyna að skrifa okkar kafla í Haganesvíkinni,“ segir Haukur Bent Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, sem á Depla. Fyrrum verslunarhúsi Samvinnufélags Fljótamanna er búið að breyta í hljóðupptökuver og þegar inn er komið sést að ekkert er til sparað. Úr hljóðupptökuverinu í Haganesvík.Sigurjón Ólason „Það þýðir ekkert hálfkák, hvorki í aðstöðunni á hótelinu eða hér. Þannig að ef það á að gera hlutina, þá eru þeir gerðir almennilega,“ segir Haukur. Og milli þess sem tónlistarmenn vinna að listsköpun geta þeir skroppið í gufubað eða heita pottinn, farið á brimbretti, í sjósund eða róið á kajak. Heiti potturinn við upptökuverið. Hópsvatn fyrir aftan.Sigurjón Ólason Í gamla sláturhúsinu er svo búið að innrétta íþróttasal með körfuboltavelli og klifurvegg. „Það er náttúrlega allra veðra von hérna. Og þá getum við verið með þennan möguleika að gera eitthvað inni, ef veðrið myndi ekki bjóða upp á útivist.“ Séð inn í íþróttasalinn.Sigurjón Ólason Þegar spurt er hvernig hljóðver nýtist ferðaþjónustu segir Haukur að þar sé þegar búið að taka upp fjórar plötur. „Þetta nýtist rekstrinum. Og núna erum við bara í því lúxusvandamáli að sökum þess hvað er mikið bókað á Deplum þá er bara ekki pláss fyrir að koma með tónlistarmenn. Þannig að erum búin að gera eitt íbúðarhúsnæði á Hraunum upp fyrir tónlistarfólk.“ Horft yfir Haganesvík í átt til Flókadals. Þjóðvegurinn um Fljótin lá áður um eyðið.Sigurjón Ólason En hvað er það eiginlega sem bandarískir fjárfestar sjá við Haganesvík? „Það er náttúrlega bara umhverfið. Fjöllin, náttúran, kyrrðin. Öryggið. Snjórinn. Þetta er svo langt frá því að vera eitthvert Disneyland hérna. Það er allt hérna með sögu. Og bara mjög djúpa sögu,“ segir Haukur B. Sigmarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Tónlist Um land allt Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57 Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. 11. september 2022 07:57
Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. 15. september 2022 22:30