Innlent

Skallaði og beit fanga­verði í fangelsinu á Hólms­heiði

Atli Ísleifsson skrifar
Brotin voru framin í fangaklefa á Hólmsheiði í mars 2021.
Brotin voru framin í fangaklefa á Hólmsheiði í mars 2021. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa skallað og bitið fangaverði í fangelsinu á Hólmsheiði.

Sigurður Brynjar var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa föstudaginn 5. mars 2021 annars vegar skallað fangavörð og í kjölfarið kýlt hann í andlitið og hins vegar bitið annan fangavörð í vinstri upphandlegg sama dag með þeim afleiðingum að sá fékk tvö sár á vinstri upphandlegg með bitförum um það bil þrjá sentimetra í þvermál.

Árásirnar áttu sér stað í fangaklefa í fangelsinu á Hólmsheiði í Reykjavík.

Fanginn játaði skýlaust brot sín en í dómi kemur fram að maðurinn eigi að baki nokkurn sakaferil sem nái aftur til ársins 2013 og hafi hann áður meðal annars rofið reynslulausn.

Þar sem brotið sem nú var ákært fyrir var framið í fangelsi rauf hann ekki reynslulausn sem hann hafði fengið 2021 og þótti dómara hæfileg refsing vera sextíu daga.

Honum var jafnframt gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, alls um 200 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×