Erlent

Eld­flauga­skot Norður-Kóreu­manna ó­á­sættan­leg

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er tekin á heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Myndin er tekin á heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. AP

Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar.

Sameiginleg heræfing Bandaríkjahers og Suður-Kóreu fór fram um helgina og sagði varnamálaráðuneyti Norður-Kóreu æfingarnar valda usla. Eldflaugaskot í æfingaskyni væri fullkomlega réttlætanlegt. AP fréttaveitan greinir frá.

Toshiro Ino, staðgengill varnarmálaráðherra Japans, segir tilraunirnar óásættanlegar. Til skoðunar sé hvort eldflaugunum hafi verið skotið úr kafbáti, sem valdi áhyggjum, enda erfiðara að greina slík eldflaugaskot á ratsjám.

Tæp vika er síðan Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar fengu skilaboð um að koma sér í skjól en eldflaugin lenti að lokum í Kyrrahafinu. Flaugin flaug um 4.500 kílómetra leið áður en hún hrapaði í Kyrrahafið. 

Talið er að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu ekki sátt með samvinnu Japan, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en þjóðirnar þrjár hafa í sameiningu unnið að því að styrkja bandalag sitt vegna ástandsins í Norður-Kóreu.


Tengdar fréttir

Skutu eldflaug í átt að Japan

Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna.

Flugu herþotum að Suður-Kóreu

Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu.

Suður-Kóreu­menn svöruðu fyrir sig en báðust síðan af­sökunar

Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.