Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 14:04 Karlmenn gráta fyrir utan Kanjuruhan-völlinn í Malang þar sem á annað hundrað manns fórust um síðustu helgi. AP/Dicky Bisinglasi Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. Greining Washington Post, sem byggist meðal annars á myndefni frá troðningnum á Kanjuruhan-vellinum, vitnisburðum sjónarvotta og áliti sérfræðinga í stjórnun mannfjölda, bendir til þess að það hafi verið harkaleg viðbrögð lögreglu sem ollu uppþoti í suðurenda vallarins. Eftir að hundruð áhorfenda hlupu inn á völlinn skutu lögreglumenn að minnsta kosti fjörutíu táragashylkjum inn í mannfjöldann á um tíu mínútna tímabili. Áhorfendur streymdu þá að útgöngum en hundruð tróðust undir í ringulreiðinni sem skapaðist. Fólk ýmist tróðst undir þvögunni eða kramdist upp við veggi og málmhlið vegna þess að sumir útgangarnir voru lokaðir. Notkun lögreglunnar á táragasi er sögð hafa verið í trássi við verklagsreglur hennar sjálfrar og alþjóðlegra öryggistilmæla fyrir knattspyrnuleiki. Forseti Indónesíu hefur skipað fyrir um rannsókn á harmleiknum. Hann hefur staðfest frásagnir vitna um að áhorfendur hafi sums staðar komið að læstum hliðum sem hafi aukið enn á glundroðann. Yfirmaður lögreglunnar í Malang og níu undirmenns hans voru reknir vegna aðkomu sinnar að málinu á miðvikudag og átján lögreglumenn eru til rannsóknar. AP-fréttastofan segir að þrír lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar verði ákærðir vegna dauða áhorfendanna. Á meðal þeirra eru yfirmaður indónesísku knattspyrnudeildarinnar og öryggisstjóri vallarins. Á meðal þess 131 sem stjórnvöld hafa staðfest að hafi látist voru fjörutíu börn. Mannréttindasamtök telja að tala látinna gæti náð tvö hundruð þegar uppi er staðið. Indónesía Fótbolti Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira
Greining Washington Post, sem byggist meðal annars á myndefni frá troðningnum á Kanjuruhan-vellinum, vitnisburðum sjónarvotta og áliti sérfræðinga í stjórnun mannfjölda, bendir til þess að það hafi verið harkaleg viðbrögð lögreglu sem ollu uppþoti í suðurenda vallarins. Eftir að hundruð áhorfenda hlupu inn á völlinn skutu lögreglumenn að minnsta kosti fjörutíu táragashylkjum inn í mannfjöldann á um tíu mínútna tímabili. Áhorfendur streymdu þá að útgöngum en hundruð tróðust undir í ringulreiðinni sem skapaðist. Fólk ýmist tróðst undir þvögunni eða kramdist upp við veggi og málmhlið vegna þess að sumir útgangarnir voru lokaðir. Notkun lögreglunnar á táragasi er sögð hafa verið í trássi við verklagsreglur hennar sjálfrar og alþjóðlegra öryggistilmæla fyrir knattspyrnuleiki. Forseti Indónesíu hefur skipað fyrir um rannsókn á harmleiknum. Hann hefur staðfest frásagnir vitna um að áhorfendur hafi sums staðar komið að læstum hliðum sem hafi aukið enn á glundroðann. Yfirmaður lögreglunnar í Malang og níu undirmenns hans voru reknir vegna aðkomu sinnar að málinu á miðvikudag og átján lögreglumenn eru til rannsóknar. AP-fréttastofan segir að þrír lögreglumenn og þrír óbreyttir borgarar verði ákærðir vegna dauða áhorfendanna. Á meðal þeirra eru yfirmaður indónesísku knattspyrnudeildarinnar og öryggisstjóri vallarins. Á meðal þess 131 sem stjórnvöld hafa staðfest að hafi látist voru fjörutíu börn. Mannréttindasamtök telja að tala látinna gæti náð tvö hundruð þegar uppi er staðið.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira