Fótbolti

Fullyrða að Sevilla sé búið að finna eftirmann Lopetegui

Atli Arason skrifar
Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, gæti verið að yfirgefa félagið fyrir ensku úrvalsdeildina.
Julen Lopetegui, knattspyrnustjóri Sevilla, gæti verið að yfirgefa félagið fyrir ensku úrvalsdeildina. Getty Images

Sevilla hefur náð samkomulagi við Jorge Sampaoli um að taka aftur við liðinu af Julen Lopetegui, sem virðist vera að fara frá félaginu.

Jorge Sampaoli stýrði síðast liði Marseille í Frakklandi.Getty Images

Sampaoli er atvinnulaus eins og er eftir að hafa yfirgefið Marseille fyrr á þessu ári en Sampaoli stýrði Sevilla tímabilið 2016/17 áður en hann yfirgaf Sevilla til þess að taka við argentíska landsliðinu fyrir HM 2018. 

Heimildir ESPN herma að Sevilla ætli að reka Lopetegui eftir slaka byrjun á tímabilinu. Sevilla er í 17. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir aðeins einn sigur úr fyrstu sjö leikjunum.

Enska félagið Wolves er sagt fylgjast grannt með þróun mála á Spáni en Wolves er án knattspyrnustjóra eftir að Bruno Lage var sagt upp störfum nýlega. Lopetegui er ofarlega á lista Wolves en forráðamenn félagsins hafa nú þegar hafið viðræður við Lopetegui

Lopetegui tók við Sevilla árið 2019 og hefur endað með liðinu í fjórða sæti síðustu þrjú tímabil ásamt því að vinna Evrópudeildina með liðinu árið 2020. Þar áður stýrði Lopetegui Real Madrid og spænska landsliðinu.


Tengdar fréttir

Bruno Lage rekinn frá Wolves

Portúgalski knattspyrnustjórinn Bruno Lage hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves eftir aðeins 16 mánuði í starfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.